Elvar Steinn nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Nýherja Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2013 10:54 Elvar Steinn Þorkelsson, nýráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Nýherja. Elvar Steinn Þorkelsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Nýherja og mun hann hefja störf síðar í vikunni. Í fréttatilkynningu frá Nýherja segir að hann hafi umtalsverða reynslu af innlendum og erlendum upplýsingatæknimarkaði. Elvar var einn af stofnendum Teymis og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins árin 1995 til 2000. Hann setti Microsoft Íslandi á laggirnar og var framkvæmdastjóri 2003-2006. Eftir það starfaði hann sem lykilstjórnandi hjá Microsoft í Rússlandi og Austur-Evrópu í höfuðstöðvum Microsoft í Þýskalandi. Frá 2012 hefur Elvar starfað sjálfstætt og sem ráðgjafi hjá Capacent. „Ég hlakka mikið til að takast á við þetta skemmtilega og krefjandi verkefni. Mikil sóknartækifæri felast í sterkum og traustum innviðum Nýherja, sem býr yfir miklum krafti sem virkja má enn frekar og ná þannig enn meiri árangri. Nýherji byggir nú þegar á afar sterkum grunni þekkingar og reynslu starfsfólks. Saman ætlum við okkur að gera betur og höfða til viðskiptavina okkar með framúrskarandi þjónustu, sem mætir þörfum þeirra í hvívetna“ segir Elvar Steinn í tilkynningunni. Elvar er tölvunarfræðingur að mennt frá California State University, Chico í BNA og er með MBA próf frá Kent Buisness school í Canterbury á Englandi. Hann er giftur Guðný Ósk Diðriksdóttir og saman eiga þau sex börn og eitt barnabarn. „Það er fagnaðarefni að fá eins sterkan liðsmann og Elvar er í þann öfluga hóp sem nú starfar hjá Nýherja. Djúp þekking hans á sviði upplýsingatækni og árangursrík reynsla af rekstri og stjórnun hérlendis og erlendis mun án efa nýtast til að efla enn frekar þjónustu- og lausnaframboð Nýherja á spennandi tímum sem eru framundan.“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Elvar Steinn Þorkelsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Nýherja og mun hann hefja störf síðar í vikunni. Í fréttatilkynningu frá Nýherja segir að hann hafi umtalsverða reynslu af innlendum og erlendum upplýsingatæknimarkaði. Elvar var einn af stofnendum Teymis og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins árin 1995 til 2000. Hann setti Microsoft Íslandi á laggirnar og var framkvæmdastjóri 2003-2006. Eftir það starfaði hann sem lykilstjórnandi hjá Microsoft í Rússlandi og Austur-Evrópu í höfuðstöðvum Microsoft í Þýskalandi. Frá 2012 hefur Elvar starfað sjálfstætt og sem ráðgjafi hjá Capacent. „Ég hlakka mikið til að takast á við þetta skemmtilega og krefjandi verkefni. Mikil sóknartækifæri felast í sterkum og traustum innviðum Nýherja, sem býr yfir miklum krafti sem virkja má enn frekar og ná þannig enn meiri árangri. Nýherji byggir nú þegar á afar sterkum grunni þekkingar og reynslu starfsfólks. Saman ætlum við okkur að gera betur og höfða til viðskiptavina okkar með framúrskarandi þjónustu, sem mætir þörfum þeirra í hvívetna“ segir Elvar Steinn í tilkynningunni. Elvar er tölvunarfræðingur að mennt frá California State University, Chico í BNA og er með MBA próf frá Kent Buisness school í Canterbury á Englandi. Hann er giftur Guðný Ósk Diðriksdóttir og saman eiga þau sex börn og eitt barnabarn. „Það er fagnaðarefni að fá eins sterkan liðsmann og Elvar er í þann öfluga hóp sem nú starfar hjá Nýherja. Djúp þekking hans á sviði upplýsingatækni og árangursrík reynsla af rekstri og stjórnun hérlendis og erlendis mun án efa nýtast til að efla enn frekar þjónustu- og lausnaframboð Nýherja á spennandi tímum sem eru framundan.“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira