Viðskipti innlent

Gert ráð fyrir fjölgun farþega um nærri 400 þúsund

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fyrstu tíu mánuði ársins flugu rúmlega 2,4 milljónir farþega til og frá Keflavík.
Fyrstu tíu mánuði ársins flugu rúmlega 2,4 milljónir farþega til og frá Keflavík. mynd/anton
Fleiri farþegar hafa farið um Keflavíkurflugvöll það sem af er árs en allt árið í fyrra. Fyrstu tíu mánuði ársins flugu rúmlega 2,4 milljónir farþega til og frá Keflavík, eða um 30 þúsund fleiri en fóru um flugvöllinn allt síðasta ár.

Á vefnum Túristi.is segir að gert sé ráð fyrir að farþegum fjölgi um nærri 400 þúsund frá því í fyrra, en árið 2012 var metár í umferð farþega á Keflavíkurflugvelli, og jókst hún um 12,7 prósent frá árinu áður.

Þá er einnig bent á það að hver farþegi er talinn við brottför og komu til landsins. Íslendingur sem flýgur frá Keflavík til útlanda og til baka er því talinn tvisvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×