Viðskipti innlent

Nær 1.000 leigusamningar í janúar

Leigumarkaðurinn byrjar árið með trompi, en alls voru gerðir 963 leigusamningar á landinu öllu í janúar s.l. Er það fjölgun um 125% frá fyrri mánuði þegar leigusamningar voru samtals 429 talsins og frá sama mánuði fyrra árs nemur fjölgunin 11%.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að mikil árstíðarsveifla er á leigumarkaðinum, og líkt og nú er janúar yfirleitt stór mánuður á leigumarkaði enda margir á hreyfingu í ársbyrjun í tengslum við nýtt upphaf í skólum og fleira.

Á höfuðborgarsvæðinu voru í janúar s.l. gerðir samtals 634 samningar, sem jafngildir fjölgun um 18% frá sama mánuði fyrra árs. Þessar tölur virðast því benda til þess að leigumarkaðurinn fari af stað inn í nýtt ár af krafti.

Á síðasta ári voru gerðir samtals 9084 leigusamningar á landinu öllu og fækkaði þeim þá um 9% frá árinu áður. Þróunin á síðasta ári virtist benda til þess að leigumarkaðurinn væri aðeins farinn að draga saman seglin, en á tímabilinu 2009- 2011 voru gerðir um það bil 10.000 leigusamningar á ári hverju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×