Lífið

Nóg um að vera á Jazzhátíðinni

Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson stíga á svið í Hörpu í kvöld.
Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson stíga á svið í Hörpu í kvöld.
Aðalgestur Jazzhátíðar Reykjavíkur í Hörpu í kvöld verður saxófónleikarinn Joshua Redman, ásamt meðspilurum sínum, þeim Aaron Goldberg á píanó, Rueben Rogers á bassa og Gregory Hutchinson á trommur. Þessi hljómsveit þykir ein allra magnaðasta tónleikasveit í djassinum í dag.

Seinna um kvöldið stígur gítarleikarinn Friðrik Karlsson á svið með nýja hljómsveit og nýja tónlist. Söngkonurnar Ragnheiður Gröndal og Kristjana Stefánsdóttir koma einnig fram ásamt Guðmundi Péturssyni, auk þess sem Stórsveit Reykjavíkur býður upp á stórsveitarútgáfur af tónlistinni á hinni goðsagnakenndu plötu Kind of Blue með Miles Davis.

Gadjos frá Gautaborg og Skuggamyndir frá Býzans ganga í eina balkansæng og svo slær Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar botninn í kvöldið með afróbíti úr ysta hafi.

Nánari upplýsingar má finna á Reykjavikjazz.is. Miðasala fer fram á vef Hörpu og á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.