Viðskipti innlent

Viðsnúningur: Gengi krónunnar styrkist um 3% í febrúar

Gengi krónunnar hefur styrkst myndarlega síðustu daga. Þannig styrktist gengið um 2% fyrir helgina og hefur styrkst um rúm 3% frá síðustu mánaðarmótum.

Þetta er ánægjulegur viðsnúningur því á þessum tíma ársins hefur gengið yfirleitt fallið mikið. Ýmsar samverkandi skýringar eru á styrkingu á gengi krónunnar núna.

Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka nefnir stóraukinn fjölda ferðamanna eftir áramótin en þeim fjölgaði um 30% í janúar. Þetta hefur leitt til jafnvægis í kortaveltunni og dregið úr þörf kortafyrirtækjana að kaupa gjaldeyri. Einng hefur Seðlabankinn sagt að hann muni nota gjaldeyrisforðann til að jafna sveiflur á markaðinum og halda genginu stöðugu.

Þá nefnir Jón Bjarki nýlegan samning um gjaldeyriskaup milli Seðlabankans og Landsbankans. Einnig megi nefna að dregið hafi úr gjaldeyriskaupum stórra aðila vegna greiðslna af lánum þeirra. Allt þetta ýtir undir styrkingu gengsins um þessar mundir.

Dollarinn er kominn niðurí 126,5 kr., evran kostar rúmar 167 kr., pundið er komið niður í rúma 191 kr., og danska krónan kostar 22,4 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×