Viðskipti innlent

Kínverjar að fjárfesta fyrir fúlgur fjár í Bretlandi

Magnús Halldórsson skrifar
Frá Kína. Kínversk stjórnvöld eru nú farin að horfa til þess að ávaxta fé sitt í fjárfestingum víða um heim, meðal annars í Bretlandi.
Frá Kína. Kínversk stjórnvöld eru nú farin að horfa til þess að ávaxta fé sitt í fjárfestingum víða um heim, meðal annars í Bretlandi.
Kínverski fjárfestingasjóðurinn Gingo Tree Investment ltd., sem er að fullu í eigu kínverskra stjórnvalda, hefur að undanförnu fjárfest fyrir risaupphæðir í Bretlandi. Fjárfestingarnar eru upp á ríflega 1,6 milljarða dala, eða sem nemur um 208 milljörðum króna. Þær hafa meðal annars verið í uppbyggingu stúdentaíbúða í London og Manchester, vatnsveitukerfum og uppbyggingu skrifstofuhúsnæðis, að því er segir í frétt Wall Street Journal í dag.

Fjárfestingasjóðnum er stjórnað af sérstakri stofnun sem heldur utan um gjaldeyristekjur þjóðarbússins í Kína.

Sjá má frétt Wall Street Journal af fjárfestingum Kínverja í Bretlandi, hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×