Plain Vanilla í viðræðum við fjárfesta í San Francisco Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. nóvember 2013 07:00 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Ekkert lát er á áhuga erlendra fjárfesta á íslenska leikjafyrirtækinu Plain Vanilla. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var fyrir helgi kallaður út til San Francisco þar sem hann hefur átt fundi með fjárfestum af stærri gerðinni. „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Þorsteinn Baldur. „Bandaríkin virðast hafa tekið mjög vel við sér og Quizup virðist vera á allra vörum núna.“ Þessi áhugi vaknaði eftir að Plain Vanilla gaf út spurningaleikinn QuizUp, en á aðeins hálfum mánuði hafa meira en þrjár milljónir manna sótt sér þennan spurningaleik í farsíma sína og spjaldtölvur. „Áhugi fólks á að vinna með okkur hefur aukist mjög mikið, eiginlega á öllum sviðum. Það er æðislegt,“ segir Þorsteinn Baldur. Enn er þó ekkert í hendi og Þorsteinn vill ekki upplýsa meira meðan viðræður eru á viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital og kínverski fjárfestingasjóðurinn Tencent á meðal þeirra, sem hafa sýnt áhuga á að leggja Plain Vanilla til fjármagn svo það geti vaxið hratt og koma inn í rekstur þess. Þá hefur Fréttablaðið heyrt af því að þessi skyndilegi áhugi fjárfesta erlendis hafi vakið athygli meðal íslenskra fjárfesta, og þeir leiti nú fyrir sér að hugsanlegum tækifærum meðal frumkvöðlafyrirtækja hérlendis, sem hafa verið að sinna þörfum farsímanotenda. Þorsteinn Baldur mun hafa notað ferðina til að ráðgast við íslenska frumkvöðla í Sílikondal. Á meðal þeirra eru Davíð Helgason forstjóri Unity Technologies, sem er á meðal hluthafanna í Plain Vanilla, og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson sem nýverið seldi íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Clara til hugbúnaðarrisans Jive fyrir meira en milljarð króna. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Ekkert lát er á áhuga erlendra fjárfesta á íslenska leikjafyrirtækinu Plain Vanilla. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var fyrir helgi kallaður út til San Francisco þar sem hann hefur átt fundi með fjárfestum af stærri gerðinni. „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Þorsteinn Baldur. „Bandaríkin virðast hafa tekið mjög vel við sér og Quizup virðist vera á allra vörum núna.“ Þessi áhugi vaknaði eftir að Plain Vanilla gaf út spurningaleikinn QuizUp, en á aðeins hálfum mánuði hafa meira en þrjár milljónir manna sótt sér þennan spurningaleik í farsíma sína og spjaldtölvur. „Áhugi fólks á að vinna með okkur hefur aukist mjög mikið, eiginlega á öllum sviðum. Það er æðislegt,“ segir Þorsteinn Baldur. Enn er þó ekkert í hendi og Þorsteinn vill ekki upplýsa meira meðan viðræður eru á viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital og kínverski fjárfestingasjóðurinn Tencent á meðal þeirra, sem hafa sýnt áhuga á að leggja Plain Vanilla til fjármagn svo það geti vaxið hratt og koma inn í rekstur þess. Þá hefur Fréttablaðið heyrt af því að þessi skyndilegi áhugi fjárfesta erlendis hafi vakið athygli meðal íslenskra fjárfesta, og þeir leiti nú fyrir sér að hugsanlegum tækifærum meðal frumkvöðlafyrirtækja hérlendis, sem hafa verið að sinna þörfum farsímanotenda. Þorsteinn Baldur mun hafa notað ferðina til að ráðgast við íslenska frumkvöðla í Sílikondal. Á meðal þeirra eru Davíð Helgason forstjóri Unity Technologies, sem er á meðal hluthafanna í Plain Vanilla, og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson sem nýverið seldi íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Clara til hugbúnaðarrisans Jive fyrir meira en milljarð króna.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent