Viðskipti innlent

Niðurfelling húsnæðisskulda gæti valdið varanlega hærra atvinnuleysi

Samúel Karl Ólason skrifar
Seðlabanki Íslands gefur út Efnahagsmál.
Seðlabanki Íslands gefur út Efnahagsmál. Mynd/Pjetur
„Niðurfelling á húsnæðisskuldum einstaklinga getur einnig haft veruleg þensluaukandi áhrif. Á það jafnt við hvort sem um ræðir beina endurgreiðslu, sem skilar sér beint í auknum ráðstöfunartekjum í dag, eða lækkun höfuðstóls, sem leiðir til aukinna ráðstöfunartekna í framtíðinni.“

Þetta segir í greininni „Ljón í vegi minnkandi atvinnuleysis. Mikilvægi ráðdeildar í ríkisfjármálum, forsjálni í kjarasamningum og varfærni við stjórn peningamála“ eftir Bjarna G. Einarsson og Jósef Sigurðsson sem birtist í Efnahagsmálum. Þar sem fjallað er um þýðingu jafnvægisatvinnuleysi á Íslandi fyrir peningastefnuna, stefnuna í ríkisfjármálum, kjarasamningagerð og launaþróun.

Ef slíkar aðgerðir myndu leiða til aukinnar verðbólgu yrði Seðlabankinn að bregðast við með auknu aðhaldi. Slíkt gæti leitt til hækkunar jafnvægisatvinnuleysis.

Niðurstöðurnar sýna að jafnvægisatvinnuleysi hafi aukist í kjölfar fjármálakreppunnar og þrátt fyrir að það hafi minnkað töluvert er það enn meira en það var fyrir kreppu. Svo virðist sem að breytingar á eftirspurn hafi ekki aðeins áhrif á atvinnuleysi heldur einnig jafnvægisstöðu þess. Því sé enn mikilvægara að halda verðbólgu lítilli og stöðugri.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×