Viðskipti innlent

Flugfélag Íslands: Ætlum að vaxa

Ingi Þór guðmundsson
Ingi Þór guðmundsson
„Við erum búnir að vera að fljúga til Grænlands frá 1958. Þannig að við erum náttúrulega ekki að hefja okkar umsvif á Grænlandi,“ segir Ingi Þór Guðmundsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands. Það býður nú upp á flug til fjögurra áfangastaða á Grænlandi.

Ingi segir að umsvif Flugfélagsins hafi vaxið hratt að undanförnu. „Við byrjuðum að fljúga til Nuuk árið 2007 og það er núna heilsárs áfangastaður. Við hófum síðan að fljúga til Ilulissat á vesturströndinni árið eftir. Markmiðið er að gera það að heilsársáfangastað líka.“

Að sögn Inga er Flugfélagið fyrst og síðast að horfa á að byggja upp Grænland sem ferðaáfangastað, þó auðvitað verði afleidd áhrif af uppbyggingu tengdri auðlindanýtingu. „Við erum ekki að skoða nýja áfangastaði eins og er en stefnan er að vaxa á þeim stöðum sem við fljúgum þegar til á Grænlandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×