Viðskipti innlent

Seðlabankinn gerir samning til að draga úr gjaldeyrismisvægi

Seðlabanki Íslands hefur átt í framvirkum gjaldeyrisviðskiptum sem draga úr gjaldeyrismisvægi í bankakerfinu og létta þrýstingi af krónunni á komandi mánuðum.

Samningurinn felur í sér að næstu mánuði afhendir Seðlabankinn Landsbankanum evrur gegn krónum að andvirði 6 milljarða króna. Gjaldeyrisforðinn lækkar um sömu fjárhæð á næstu mánuðum. Á móti kemur að það dregur úr söfnun gjaldeyris.

Í tilkynningu segir að í upphafi árs ákvað Seðlabankinn, í ljósi aðstæðna, að hætta um hríð kaupum á erlendum gjaldeyri og styðja við gengi krónunnar. Samningurinn mun draga úr þörf á þeim kaupum en ekki er hægt að fullyrða að þau verði óþörf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×