Viðskipti innlent

Byggingakostnaður hækkaði um 2,3%

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan febrúar er 118,7 stig sem er hækkun um 2,3% frá fyrri mánuði.

Verð á innlendu efni hækkaði um 2,2% en verð á innfluttu efni hækkaði um 0,8%. Vélar, flutningur og orkunotkun hækkuðu samtals um 6,0%. Vinnuliðir hækkuðu um 2,9% vegna samningsbundinna hækkana sem tóku gildi í byrjun mánaðarins, að því er segir á vefsíðu Hagtofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×