Viðskipti innlent

Moody's setur Íbúðalánasjóð í ruslflokk

Magnús Halldórsson skrifar
Lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s lækkaði í dag lánshæfismat Íbúðalánasjóðs niður í ruslflokk. Í tilkynningu frá Moody´s segir að lánshæfismatið er lækkað úr Baa3 með neikvæðar horfur í Ba1 og eru horfur sagðar stöðugar. Ba1 flokkurinn er oft nefndur ruslflokkur.

Matsfyrirtækið Moody's segir í tilkynningu, sem birt er á vef Nasdaq OMX kauphallar Íslands, að eignasafn sjóðsins sé veikar en fyrri úttekt, frá haustmánuðum í fyrra, gaf til kynna.

Sjá má tilkynningu Moody's hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×