Björk hittir Áhöfnina á Halastjörnunni Trausti Júlíusson skrifar 2. apríl 2012 17:00 Tónlist. Songs From the Top of the World. Hot Eskimos. Hot Eskimos er djasstríó skipað Karli Olgeirssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara og Kristni Snæ Agnarssyni trommuleikara. Songs From The Top Of The World hefur að geyma þrettán íslensk dægurlög útsett fyrir píanótríó. Lögin koma úr ýmsum áttum. Þarna er bæði Ammæli Sykurmolanna, Rúdolf Þeysara, Can't walk away Herberts Guðmundssonar og Is it true? sem Jóhanna Guðrún söng í Eurovision. Það er ekkert nýtt að taka dægurlög og djassa þau upp. Annað píanótríó, The Bad Plus, kemur strax upp í hugann, en meðlimir þess hafa gert út á þetta með góðum árangri síðasta áratuginn; tekið allt frá Abba og David Bowie til Aphex Twin og Interpol. Songs From The Top Of The World er að mörgu leyti mjög vel heppnuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, hvort sem við tölum um Army of me, Rúdolf, Þú komst við hjartað í mér, Fjöllin hafa vakað eða Stolt siglir fleyið mitt. Það hefði kannski mátt setja aðeins meiri trylling í þær sumar, en þetta er samt vel gert. Það besta við plötuna er lagavalið; Björk, Jóhanna Guðrún, Þeyr, Jónsi og Áhöfnin á Halastjörnunni eru allt í einu komin á alveg sama staðinn og manni finnst það ekkert skrítið! Eins og nafnið á hljómsveitinni og plötunni gefur til kynna er Songs From The Top Of The World svolítið stíluð inn á erlenda ferðamenn. Íslendingar ættu samt ekki að láta það styggja sig. Þessi plata er ekkert síður fyrir þá. Niðurstaða: Karl Olgeirs, Jón Rafns og Kristinn Snær djassa upp íslensk popplög úr ólíkum áttum. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Songs From the Top of the World. Hot Eskimos. Hot Eskimos er djasstríó skipað Karli Olgeirssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara og Kristni Snæ Agnarssyni trommuleikara. Songs From The Top Of The World hefur að geyma þrettán íslensk dægurlög útsett fyrir píanótríó. Lögin koma úr ýmsum áttum. Þarna er bæði Ammæli Sykurmolanna, Rúdolf Þeysara, Can't walk away Herberts Guðmundssonar og Is it true? sem Jóhanna Guðrún söng í Eurovision. Það er ekkert nýtt að taka dægurlög og djassa þau upp. Annað píanótríó, The Bad Plus, kemur strax upp í hugann, en meðlimir þess hafa gert út á þetta með góðum árangri síðasta áratuginn; tekið allt frá Abba og David Bowie til Aphex Twin og Interpol. Songs From The Top Of The World er að mörgu leyti mjög vel heppnuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, hvort sem við tölum um Army of me, Rúdolf, Þú komst við hjartað í mér, Fjöllin hafa vakað eða Stolt siglir fleyið mitt. Það hefði kannski mátt setja aðeins meiri trylling í þær sumar, en þetta er samt vel gert. Það besta við plötuna er lagavalið; Björk, Jóhanna Guðrún, Þeyr, Jónsi og Áhöfnin á Halastjörnunni eru allt í einu komin á alveg sama staðinn og manni finnst það ekkert skrítið! Eins og nafnið á hljómsveitinni og plötunni gefur til kynna er Songs From The Top Of The World svolítið stíluð inn á erlenda ferðamenn. Íslendingar ættu samt ekki að láta það styggja sig. Þessi plata er ekkert síður fyrir þá. Niðurstaða: Karl Olgeirs, Jón Rafns og Kristinn Snær djassa upp íslensk popplög úr ólíkum áttum.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira