Viðskipti innlent

Vorið í íslenskum þjóðarbúskap verður kalt í ár

Ef marka má helstu efnahagstíðindin í nýliðnum marsmánuði verður vorið í íslenskum þjóðarbúskap kalt að þessu sinni.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka undir fyrirsögninni: Mars til mæðu. Þar segir að helstu efnahagstíðindi marsmánaðar voru að krónan lækkaði, verðbólgan jókst, vextir Seðlabankans voru hækkaðir, gjaldeyrishöftin voru hert, ríkisstjórnin lagði til hækkun skatta, íbúðaverð lækkaði, gjaldeyriseftirlit Seðlabankans gerði húsleitir og Íslendingar urðu svartsýnni. Greiningin segir að miðað þessa upptalningu sé ljóst að þrautargöngu eftirhrunsáranna er ekki lokið.

Fjallað er sérstaklega um áætlanir Seðlabankans um að taka 10.000 kr. seðil í notkun. Seðillinn verður með mynd af vorboðanum Lóunni. Greiningin segir að ekki sé hægt að standast freistinguna um að benda á kaldhæðnina í því.

Greiningin lýkur umfjöllun sinni með því að segja að vonandi verði apríl betri mánuður hvað efnahagstíðindi varðar en mars reyndist vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×