Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið telur sig vanta um 140 milljónir króna

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Fjárheimildir Samkeppniseftirlitsins hafa dregist saman um 8 prósent að raunvirði frá hruni á meðan málafjöldi hefur vaxið um 80 prósent á sama tíma. Meiri líkur en málafjöldi mun aukast frekar á næstu misserum, að því er fram kemur í ársriti Samkeppniseftirlitsins.

Frá hruni bankanna hefur mikið mætt á Samkeppniseftirlitinu, og ber umfjöllun í ársriti eftirlitsins það með sér. Í því kemur m.a. fram að álagið á eftirlitið hefur aukist mikið, á sama tíma og fjárheimildir hafa dregist saman um átta prósent að raunvirði.

Á árinu 2008 voru um hundrað mál til umfjöllunar hjá eftirlitinu en á síðasta ári voru þau tæplega 180. Í ársritinu kemur fram fjárheimildirnar hafi lækkað um tólf milljónir að raungildi, en eftirlitið hefur fært fyrir því rök að nauðsynlegt sé að auka fjárheimildirnar um 140 milljónir króna.

Í ársritinu segir m.a að stjórnvöld verði af augljósu tækifæri til þess að bæta hag almennings og flýta endurreisn atvinnulífsins og efnahagslífsins í heild, með því að lækka fjárframlög til Samkeppniseftirlitsins.

Á árunum 2008 til 2011 sektaði eftirlitið 31 fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum, um 2,8 milljarða króna. Á sama tímabili voru fjárveitingar til embættisins töluvert lægri, eða sem nemur 1,2 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×