Viðskipti innlent

Eignir bankanna lækkuðu um 20 milljarða

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.815 milljörðum kr. í lok júlí og höfðu þar með lækkað um 24 milljarða kr. frá júní.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að innlendar eignir námu 2.528 milljörðum kr. og lækkuðu um 20 milljarða kr. í mánuðinum.

Erlendar eignir námu 287 millljörðum kr. í lok júlí og lækkuðu um 3 mailljarða kr. frá fyrri mánuði.

Í lok júlí námu heildarskuldir innlánssofnana 2.340 milljörðum kr. og lækkuðu um 28 milljara kr. frá fyrri mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×