Innlent

Tæp 7.000 vegabréf gefin út í júlí

Í júlí 2012 voru gefin út 6.970 íslensk vegabréf. Til samanburðar voru gefin út 6.007 vegabréf í júlí 2011. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 16,0% milli ára.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir ennfremur að útgefin vegabréf hafa ekki verið fleiri í einstökum mánuði en í júlí s.l. frá því í sama mánuði í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×