Slagurinn harðnar - Apple krefst lögbanns á Samsung síma Magnús Halldórsson skrifar 28. ágúst 2012 09:35 Fjarskipta- og hugbúnaðarrisinn Apple hefur krafist lögbanns á sölu á Samsung símum, en krafan var lögð fram í Kaliforníu, þar sem höfuðstöðvar Apple eru, seinni partinn í gær. Krafan byggir á niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum um að Samsung hafi brotið gegn Apple með því að nýta sér höfundarréttarvarinn hugbúnað fyrirtækisins. Var Samsung gert að greiða einn milljarða dala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í sekt vegna málsins. Lögbannskrafan nær til sölu á átta tegundum síma, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Tegundirnar átta eru Galaxy S 4G, Galaxy S2 AT&T model, Galaxy S2 Skyrocket, Galaxy S2 T-Mobile model, Galaxy S2 Epic 4G, Galaxy S Showcase, Droid Charge og Galaxy Prevail. Símarnir eru allir á meðal vinsælustu vörutegunda Samsung. Hlutabréf í Apple hækkuðu um 1,88 prósent í gær á meðan hlutabréf í Samsung, sem er með höfuðstöðvar í Suður-Kóreu, lækkuðu um sjö prósent, en þessar gengissveiflur eru raktar til harðrar baráttu fyrirtækjanna á markaði. Forsvarsmenn Samsung segjast ætla að verja ímynd fyrirtækisins og ætla sér að áfrýja niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum, sem þeir telja óréttláta. Þá sögðu þeir, í minnisblaði til starfsmanna, vonast til þess að markaðurinn og neytendur standi með vörum fyrirtækisins, líkt og hingað til. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjarskipta- og hugbúnaðarrisinn Apple hefur krafist lögbanns á sölu á Samsung símum, en krafan var lögð fram í Kaliforníu, þar sem höfuðstöðvar Apple eru, seinni partinn í gær. Krafan byggir á niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum um að Samsung hafi brotið gegn Apple með því að nýta sér höfundarréttarvarinn hugbúnað fyrirtækisins. Var Samsung gert að greiða einn milljarða dala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í sekt vegna málsins. Lögbannskrafan nær til sölu á átta tegundum síma, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Tegundirnar átta eru Galaxy S 4G, Galaxy S2 AT&T model, Galaxy S2 Skyrocket, Galaxy S2 T-Mobile model, Galaxy S2 Epic 4G, Galaxy S Showcase, Droid Charge og Galaxy Prevail. Símarnir eru allir á meðal vinsælustu vörutegunda Samsung. Hlutabréf í Apple hækkuðu um 1,88 prósent í gær á meðan hlutabréf í Samsung, sem er með höfuðstöðvar í Suður-Kóreu, lækkuðu um sjö prósent, en þessar gengissveiflur eru raktar til harðrar baráttu fyrirtækjanna á markaði. Forsvarsmenn Samsung segjast ætla að verja ímynd fyrirtækisins og ætla sér að áfrýja niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum, sem þeir telja óréttláta. Þá sögðu þeir, í minnisblaði til starfsmanna, vonast til þess að markaðurinn og neytendur standi með vörum fyrirtækisins, líkt og hingað til.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira