Um 10% danskra heimila eru í greiðsluvandræðum 29. október 2012 06:23 Dönsk heimili eiga í sívaxandi erfiðleikum með að láta endana ná saman um hver mánaðarmót. Þetta sýnir ný úttekt á vegum dönsku hagstofunnar. Fram kemur í þessari úttekt, sem nær yfir síðasta ár, að 280 þúsund heimili í Danmörku eiga ekki lengur fyrir reikningum sínum um hver mánaðarmót. Þetta samsvarar 10% af öllum heimilum í landinu. Þessi staða hefur hríðversnað frá því að fjármálakreppan skall á. Í samsvarandi könnun sem hagstofan gerði árið 2007 voru 180.000 dönsk heimili í greiðsluvandræðum. Þeim hefur því fjölgað um 80.000 á þessu tímabili. Í frétt um málið í Jyllands Posten er rætt við Lone Kæjrgaarde aðalhagfræðing hjá Arbejdernes Landsbank. Hún bendir á að úttekt hagstofunnar nái til ársins í fyrra og að hagtölur í Danmörku í ár sýni að staðan sé í raun orðin verri. Það eru einkum húsnæðislán sem dönsk heimili eiga í vandræðum með. Fasteignaverð í Danmörku hrundi í kjölfar kreppunnar eins og víða í Evrópu og hefur lítt náð sér á strik síðan. Lone segir að þessi þróun samhliða því að atvinnuleysi hefur ekki minnkað skýri slæma stöðu margra danskra heimila. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Dönsk heimili eiga í sívaxandi erfiðleikum með að láta endana ná saman um hver mánaðarmót. Þetta sýnir ný úttekt á vegum dönsku hagstofunnar. Fram kemur í þessari úttekt, sem nær yfir síðasta ár, að 280 þúsund heimili í Danmörku eiga ekki lengur fyrir reikningum sínum um hver mánaðarmót. Þetta samsvarar 10% af öllum heimilum í landinu. Þessi staða hefur hríðversnað frá því að fjármálakreppan skall á. Í samsvarandi könnun sem hagstofan gerði árið 2007 voru 180.000 dönsk heimili í greiðsluvandræðum. Þeim hefur því fjölgað um 80.000 á þessu tímabili. Í frétt um málið í Jyllands Posten er rætt við Lone Kæjrgaarde aðalhagfræðing hjá Arbejdernes Landsbank. Hún bendir á að úttekt hagstofunnar nái til ársins í fyrra og að hagtölur í Danmörku í ár sýni að staðan sé í raun orðin verri. Það eru einkum húsnæðislán sem dönsk heimili eiga í vandræðum með. Fasteignaverð í Danmörku hrundi í kjölfar kreppunnar eins og víða í Evrópu og hefur lítt náð sér á strik síðan. Lone segir að þessi þróun samhliða því að atvinnuleysi hefur ekki minnkað skýri slæma stöðu margra danskra heimila.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira