Viðskipti innlent

Gengi Haga komið yfir 20

Gengi smásölurisans Haga hefur hækkað um 2,26 prósent það sem af er degi, og er gengi bréfa félagsins nú 20,26. Gengi bréfa félagsins hafa hækkað jafnt og þétt frá því að félagið var skráð á markað, en við skráningu var gengi bréfa félagsins 13,5.

Gengi bréfa Icelandair hefur hækkað um 0,4 prósent og er nú 7,46 en gengi bréfa Marels hefur lækkað um 0,77 prósent og er nú 129.

Sjá má nánari upplýsingar um gang mála hlutabréfamarkaði hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×