Viðskipti innlent

Advania rekur tölvubúnað MP

MP banki hefur samið við Advania, áður Skýrr, um að taka að sér rekstur alls tölvubúnaðar bankans. Advania mun jafnframt veita bankanum notendaþjónustu og ráðgjöf um upplýsingatækni.

Í tilkynningu frá Advania er haft eftir Gísla Heimissyni hjá MP banka að verkefnið hafi verið boðið út og flest helstu upplýsingatæknifyrirtæki landsins hafi sent inn tilboð. Advania hafi hins vegar samtvinnað best hagkvæmni og hátt þjónustustig. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×