Viðskipti innlent

Tölvuleikir velta tvöfalt á við tónlist

Þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði á flestum mörkuðum heimsins virðast tölvuleikjaframleiðendur njóta óstöðvandi vaxtar. Verðmæti leikjaiðnaðarins á heimsvísu var rétt innan við 60 milljarða bandarískra dollara árið 2011. Það jafngildir tæplega fimmfaldri landsframleiðslu Íslands, samkvæmt Markaðspunktum Arion.

Tölvuleikir hafa nú þegar tekið fram úr rótgrónum greinum skemmtanaiðnaðarins. Síðan árið 2007 hafa tekjur á sölu stærsta tölvuleiks hvers árs iðulega verið meiri á fyrsta söludegi en af miðasölu stærstu bíómyndar hvers árs yfir opnunarhelgi hennar.

Velta leikjaiðnaðarins er tvöföld á við tónlistariðnaðinn, fjórðungi meiri en í útgáfu tímarita og 60 prósent af veltu kvikmyndaiðnaðarins.- bþh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×