Viðskipti innlent

Fyrsta ferðin til Vilinus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fyrsta flugvél í áætlunarflugi Iceland Express til Vilnius höfuðborgar Litháen lenti þar klukkan fimm í morgun að staðartíma. Tomas Vaišvila forstjóri alþjóðaflugvallarins í Vilnius og Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Iceland Express klipptu á borða í íslensku fánalitunum við komuhlið flugvélarinnar. Að því loknu var boðið til stuttrar móttöku í viðhafnarstofu flugvallarins.

Iceland Express flýgur vikulega til Vilnius út ágústmánuð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Iceland Express. Flogið er út á þriðjudagskvöldum og lent snemma morguns daginn eftir í Vilnius. Flogið er frá Vilnius til Íslands klukkan sex á miðvikudagsmorgnum og lent í Keflavík klukkan 07:15 sama dag en þriggja klukkustunda tímamunur er milli landanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×