Viðskipti innlent

Íslenskir framleiðendur tölvuleikja velta 8 milljörðum

Mikill uppgangur er í framleiðslu tölvuleikja á Íslandi og nú starfa hlutfallslega fleiri Íslendingar en Bandaríkjamenn í þessari atvinnugrein.

Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar segir að tölur frá því í fyrra bendi til þess að velta fyrirtækja í Samtökum íslenskra tölvuleikjaframleiðenda hafi verið um 50 milljónir evra, eða yfir 8 milljarðar króna og starfsfólk í greininni sé tæplega 500 talsins hér á landi.

Þau 10 fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum tölvuleikjaframleiðenda velta því um þessar mundir u.þ.b. 0,5% af landsframleiðslu og standa undir um 0,3% starfa í landinu með beinum hætti.

Þetta eru sambærilegar tölur og í Bandaríkjunum, þar sem velta tölvuleikjaframleiðenda nam um 0,7% landsframleiðslu árið 2009. Fleiri starfa hins vegar hlutfallslega við geirann hérlendis en þar, því fjöldi beinna starfa í geiranum var 32 þúsund árið 2009, eða aðeins um 0,02% heildarstarfa í bandaríska hagkerfinu.

Greiningin segir að mikil tækifæri felast í tölvuleikjageiranum og Íslendingar einbeiti sér að þeim greinum hans sem spáð er hvað mestum vexti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×