Mikill uppgangur er í framleiðslu tölvuleikja á Íslandi og nú starfa hlutfallslega fleiri Íslendingar en Bandaríkjamenn í þessari atvinnugrein.
Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar segir að tölur frá því í fyrra bendi til þess að velta fyrirtækja í Samtökum íslenskra tölvuleikjaframleiðenda hafi verið um 50 milljónir evra, eða yfir 8 milljarðar króna og starfsfólk í greininni sé tæplega 500 talsins hér á landi.
Þau 10 fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum tölvuleikjaframleiðenda velta því um þessar mundir u.þ.b. 0,5% af landsframleiðslu og standa undir um 0,3% starfa í landinu með beinum hætti.
Þetta eru sambærilegar tölur og í Bandaríkjunum, þar sem velta tölvuleikjaframleiðenda nam um 0,7% landsframleiðslu árið 2009. Fleiri starfa hins vegar hlutfallslega við geirann hérlendis en þar, því fjöldi beinna starfa í geiranum var 32 þúsund árið 2009, eða aðeins um 0,02% heildarstarfa í bandaríska hagkerfinu.
Greiningin segir að mikil tækifæri felast í tölvuleikjageiranum og Íslendingar einbeiti sér að þeim greinum hans sem spáð er hvað mestum vexti.
Íslenskir framleiðendur tölvuleikja velta 8 milljörðum

Mest lesið

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent