Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða upptöku Tobin-skatts Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. febrúar 2012 20:00 Efnahags- og viðskiptaráðherra segir vel koma til greina að taka upp skattlagningu á gjaldeyrisviðskipti samhliða afnámi hafta. Prófessor í hagfræði segir að slík skattlagning eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu, sé eina leiðin fyrir Íslendinga til að afnema verðtryggingu og fá stöðugt verðlag hér á landi. Eitt stærsta óleysta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar eru peninga- og gjaldmiðilsmálin. Hrun krónunnar hefur valdið íslenskum heimilum gífurlegu tjóni, þá hefur verðbólgan valdið landsmönnum þungum búsifjum vegna verðtryggðra húsnæðislána. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í nýjasta hefti Vísbendingar að að kerfi með föstu gengi myndi framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt. Tvær leiðir séu færar til að ná stöðugu verðlagi. Annars vegar þátttaka í evrusamstarfinu eða að hafa fljótandi gengi og leggja svokallaðan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Hann virkar þannig að öll gjaldeyrisviðskipti eru skattlögð, en þetta viðbótargjald dregur úr sveiflum á gjaldmiðlinum.Hentugur fyrir lítil hagkerfi Nicolas Sarkozy forseti Frakklands kynnti nýverið þau áform að taka upp Tobin-skatt þar í landi óháð afstöðu annarra Evrópusambandsríkja og er stefnt að því að skatturinn verði lagður á frá og með ágúst næstkomandi. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir vel koma til greina að taka upp slíkan skatt hér á landi, helst samhliða öðrum ríkjum, en útilokar ekki að Ísland taki hann upp einhliða samhliða afnámi gjaldeyrishafta. Slíkur skattur er talinn sérstaklega hentugur fyrir lítil hagkerfi með örmynt eins og hið íslenska. Þá er þetta talið sporna gegn árásum á gjaldmiðilinn. „Mér finnst það mjög spennandi að vaxandi umræður séu orðnar núna bæði alþjóðlega og í einstökum löndum um einhvers konar Tobin-skatt eða ígildi hans til að bregðast við þessari stórskaðlegu og hættulegu spákaupmennsku og stöðutöku sem hefur farið mjög illa með mörg lönd. (...) Í mínum huga er alveg ljóst að við munum þurfa einhvers konar þjóðhagsvarúðar öryggistæki sem myndi taka við af gjaldeyrishöftunum þegar þau hverfa. Og eitthvað af þessu tagi gæti verið hluti af því," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra segir vel koma til greina að taka upp skattlagningu á gjaldeyrisviðskipti samhliða afnámi hafta. Prófessor í hagfræði segir að slík skattlagning eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu, sé eina leiðin fyrir Íslendinga til að afnema verðtryggingu og fá stöðugt verðlag hér á landi. Eitt stærsta óleysta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar eru peninga- og gjaldmiðilsmálin. Hrun krónunnar hefur valdið íslenskum heimilum gífurlegu tjóni, þá hefur verðbólgan valdið landsmönnum þungum búsifjum vegna verðtryggðra húsnæðislána. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í nýjasta hefti Vísbendingar að að kerfi með föstu gengi myndi framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt. Tvær leiðir séu færar til að ná stöðugu verðlagi. Annars vegar þátttaka í evrusamstarfinu eða að hafa fljótandi gengi og leggja svokallaðan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Hann virkar þannig að öll gjaldeyrisviðskipti eru skattlögð, en þetta viðbótargjald dregur úr sveiflum á gjaldmiðlinum.Hentugur fyrir lítil hagkerfi Nicolas Sarkozy forseti Frakklands kynnti nýverið þau áform að taka upp Tobin-skatt þar í landi óháð afstöðu annarra Evrópusambandsríkja og er stefnt að því að skatturinn verði lagður á frá og með ágúst næstkomandi. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir vel koma til greina að taka upp slíkan skatt hér á landi, helst samhliða öðrum ríkjum, en útilokar ekki að Ísland taki hann upp einhliða samhliða afnámi gjaldeyrishafta. Slíkur skattur er talinn sérstaklega hentugur fyrir lítil hagkerfi með örmynt eins og hið íslenska. Þá er þetta talið sporna gegn árásum á gjaldmiðilinn. „Mér finnst það mjög spennandi að vaxandi umræður séu orðnar núna bæði alþjóðlega og í einstökum löndum um einhvers konar Tobin-skatt eða ígildi hans til að bregðast við þessari stórskaðlegu og hættulegu spákaupmennsku og stöðutöku sem hefur farið mjög illa með mörg lönd. (...) Í mínum huga er alveg ljóst að við munum þurfa einhvers konar þjóðhagsvarúðar öryggistæki sem myndi taka við af gjaldeyrishöftunum þegar þau hverfa. Og eitthvað af þessu tagi gæti verið hluti af því," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent