Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða upptöku Tobin-skatts Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. febrúar 2012 20:00 Efnahags- og viðskiptaráðherra segir vel koma til greina að taka upp skattlagningu á gjaldeyrisviðskipti samhliða afnámi hafta. Prófessor í hagfræði segir að slík skattlagning eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu, sé eina leiðin fyrir Íslendinga til að afnema verðtryggingu og fá stöðugt verðlag hér á landi. Eitt stærsta óleysta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar eru peninga- og gjaldmiðilsmálin. Hrun krónunnar hefur valdið íslenskum heimilum gífurlegu tjóni, þá hefur verðbólgan valdið landsmönnum þungum búsifjum vegna verðtryggðra húsnæðislána. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í nýjasta hefti Vísbendingar að að kerfi með föstu gengi myndi framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt. Tvær leiðir séu færar til að ná stöðugu verðlagi. Annars vegar þátttaka í evrusamstarfinu eða að hafa fljótandi gengi og leggja svokallaðan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Hann virkar þannig að öll gjaldeyrisviðskipti eru skattlögð, en þetta viðbótargjald dregur úr sveiflum á gjaldmiðlinum.Hentugur fyrir lítil hagkerfi Nicolas Sarkozy forseti Frakklands kynnti nýverið þau áform að taka upp Tobin-skatt þar í landi óháð afstöðu annarra Evrópusambandsríkja og er stefnt að því að skatturinn verði lagður á frá og með ágúst næstkomandi. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir vel koma til greina að taka upp slíkan skatt hér á landi, helst samhliða öðrum ríkjum, en útilokar ekki að Ísland taki hann upp einhliða samhliða afnámi gjaldeyrishafta. Slíkur skattur er talinn sérstaklega hentugur fyrir lítil hagkerfi með örmynt eins og hið íslenska. Þá er þetta talið sporna gegn árásum á gjaldmiðilinn. „Mér finnst það mjög spennandi að vaxandi umræður séu orðnar núna bæði alþjóðlega og í einstökum löndum um einhvers konar Tobin-skatt eða ígildi hans til að bregðast við þessari stórskaðlegu og hættulegu spákaupmennsku og stöðutöku sem hefur farið mjög illa með mörg lönd. (...) Í mínum huga er alveg ljóst að við munum þurfa einhvers konar þjóðhagsvarúðar öryggistæki sem myndi taka við af gjaldeyrishöftunum þegar þau hverfa. Og eitthvað af þessu tagi gæti verið hluti af því," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra segir vel koma til greina að taka upp skattlagningu á gjaldeyrisviðskipti samhliða afnámi hafta. Prófessor í hagfræði segir að slík skattlagning eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu, sé eina leiðin fyrir Íslendinga til að afnema verðtryggingu og fá stöðugt verðlag hér á landi. Eitt stærsta óleysta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar eru peninga- og gjaldmiðilsmálin. Hrun krónunnar hefur valdið íslenskum heimilum gífurlegu tjóni, þá hefur verðbólgan valdið landsmönnum þungum búsifjum vegna verðtryggðra húsnæðislána. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í nýjasta hefti Vísbendingar að að kerfi með föstu gengi myndi framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt. Tvær leiðir séu færar til að ná stöðugu verðlagi. Annars vegar þátttaka í evrusamstarfinu eða að hafa fljótandi gengi og leggja svokallaðan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Hann virkar þannig að öll gjaldeyrisviðskipti eru skattlögð, en þetta viðbótargjald dregur úr sveiflum á gjaldmiðlinum.Hentugur fyrir lítil hagkerfi Nicolas Sarkozy forseti Frakklands kynnti nýverið þau áform að taka upp Tobin-skatt þar í landi óháð afstöðu annarra Evrópusambandsríkja og er stefnt að því að skatturinn verði lagður á frá og með ágúst næstkomandi. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir vel koma til greina að taka upp slíkan skatt hér á landi, helst samhliða öðrum ríkjum, en útilokar ekki að Ísland taki hann upp einhliða samhliða afnámi gjaldeyrishafta. Slíkur skattur er talinn sérstaklega hentugur fyrir lítil hagkerfi með örmynt eins og hið íslenska. Þá er þetta talið sporna gegn árásum á gjaldmiðilinn. „Mér finnst það mjög spennandi að vaxandi umræður séu orðnar núna bæði alþjóðlega og í einstökum löndum um einhvers konar Tobin-skatt eða ígildi hans til að bregðast við þessari stórskaðlegu og hættulegu spákaupmennsku og stöðutöku sem hefur farið mjög illa með mörg lönd. (...) Í mínum huga er alveg ljóst að við munum þurfa einhvers konar þjóðhagsvarúðar öryggistæki sem myndi taka við af gjaldeyrishöftunum þegar þau hverfa. Og eitthvað af þessu tagi gæti verið hluti af því," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira