Stjórn AGS lýkur reglubundnu eftirliti 13. apríl 2012 11:43 Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur lokið reglubundinni úttekt á íslensku efnahagslífi samkvæmt reglugerð fjögur og birti skýrslu þess efnis í gær samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Í skýrslunni kemur fram að Ísland sé hægt og bítandi að jafna sig eftir efnahagshrun. Landsframleiðsla hefur vaxið um rúm 3 prósent á árinu 2011, knúin af einkaneyslu og aukinni fjárfestingu. Dregið hefur jafnt og þétt úr atvinnuleysi, sem nú stendur í 7 prósent. Verðbólga er þó enn of mikil. Viðskiptajöfnuður helst jákvæður, en krónan hefur engu að síður veikst, að hluta vegna endurgreiðslu erlendra skulda einkageirans. Jöfnuður í ríkisfjármálum nálgast, en hægar en búist var við í upphafi. Útgjöld voru meiri árið 2011 en áður var gert ráð fyrir og haldast þau að einhverju leyti árið 2012 og eitthvað lengur. AGS hvetur til þess að gripið verði til aðgerða upp á ½ prósent af landsframleiðslu í fjárlögum til þess að koma ríkisfjármálum aftur á upphaflega braut. Þá telur sjóðurinn að stýrivextir þurfi að hækka vegna aukins verðbólguþrýstings og verðbólguvæntinga yfir markmiði Seðlabankans. Hækkandi vextir styðji einnig við afnám gjaldeyrishafta. Afnám hafta sé ein stærsta áskorun stjórnmálanna vegna umfangs svokallaðra aflandskróna og því þurfi að losa höftin hægt og varlega, með tilliti til styrks viðskiptajöfnuðar, gjaldeyrisforða og fjármálastöðugleika. Mikill árangur hefur náðst í endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja að mati AGS. Þrýstingur á frekari aðgerðir fyrir heimilin er enn mikill, en að mati sjóðsins gætu þær aðgerðir haft afleiðingar fyrir ríkissjóð og skuldahlutfall hins opinbera, sem enn er mjög hátt. Loks hvetur sjóðurinn til frekari aðgerða til að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu og draga úr veikleikum þess.Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur lokið reglubundinni úttekt á íslensku efnahagslífi samkvæmt reglugerð fjögur og birti skýrslu þess efnis í gær samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Í skýrslunni kemur fram að Ísland sé hægt og bítandi að jafna sig eftir efnahagshrun. Landsframleiðsla hefur vaxið um rúm 3 prósent á árinu 2011, knúin af einkaneyslu og aukinni fjárfestingu. Dregið hefur jafnt og þétt úr atvinnuleysi, sem nú stendur í 7 prósent. Verðbólga er þó enn of mikil. Viðskiptajöfnuður helst jákvæður, en krónan hefur engu að síður veikst, að hluta vegna endurgreiðslu erlendra skulda einkageirans. Jöfnuður í ríkisfjármálum nálgast, en hægar en búist var við í upphafi. Útgjöld voru meiri árið 2011 en áður var gert ráð fyrir og haldast þau að einhverju leyti árið 2012 og eitthvað lengur. AGS hvetur til þess að gripið verði til aðgerða upp á ½ prósent af landsframleiðslu í fjárlögum til þess að koma ríkisfjármálum aftur á upphaflega braut. Þá telur sjóðurinn að stýrivextir þurfi að hækka vegna aukins verðbólguþrýstings og verðbólguvæntinga yfir markmiði Seðlabankans. Hækkandi vextir styðji einnig við afnám gjaldeyrishafta. Afnám hafta sé ein stærsta áskorun stjórnmálanna vegna umfangs svokallaðra aflandskróna og því þurfi að losa höftin hægt og varlega, með tilliti til styrks viðskiptajöfnuðar, gjaldeyrisforða og fjármálastöðugleika. Mikill árangur hefur náðst í endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja að mati AGS. Þrýstingur á frekari aðgerðir fyrir heimilin er enn mikill, en að mati sjóðsins gætu þær aðgerðir haft afleiðingar fyrir ríkissjóð og skuldahlutfall hins opinbera, sem enn er mjög hátt. Loks hvetur sjóðurinn til frekari aðgerða til að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu og draga úr veikleikum þess.Skýrsluna má lesa í heild sinni hér:
Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira