Viðskipti innlent

Kreditkortanotkun jókst töluvert í desember

Töluverð aukning varð á notkun kreditkorta í desember síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður.

Þannig var heildarvelta kreditkorta í desember síðastliðnum rétt tæpir 30 milljarðar króna sem er 12,2% aukning miðað við sama mánuð árið áður og 2,3% aukning frá nóvember s.l.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að heildarvelta debitkorta í desember var rætt tæpir 40 milljarðar króna og dróst hún saman um 0,9% frá sama mánuði árið áður en jókst um 26% frá nóvember. Sú aukning milli mánaða skýrist af jólainnkaupunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×