Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn lækkaði um 61 milljarð

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam tæpum 1.050 milljörðum kr. í lok desember s.l. og lækkaði um 61 milljarð kr. frá fyrri mánuði.

Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtíma skuldum, nam um 577 milljörðum kr. í lok desember. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru áætlaðar um 472 miljarðar kr.

Ástæðan fyrir því að gjaldeyrisforðinn lækkar milli mánaða þrátt fyrir að Norðurlandalán upp á 141 milljarð kr. hafi bæst við hann í desember er m.a. að í nóvember notaði skilanefnd Landsbankans gjaldeyrisreiking sinn í Seðlabanknum við fyrstu útgreiðsluna til kröfuhafa sinna. Þá bættust yfir 120 milljarðar króna tímabundið við forðann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×