Viðskipti innlent

Atvinnuleysið var 7,3%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/ Vilhelm.
Skráð atvinnuleysi var 7,3% í desember síðastliðnum, sem svarar til þess að 11.760 einstaklingar hafi verið án atvinnu. Var það 412 fleiri en í nóvember en þá var skráð atvinnuleysi 7,1%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Atvinnuleysi jókst meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, fór úr 5,7 í 6,1% á landsbyggðinni en úr 7,9 í 8,0% á höfuðborgarsvæðinu. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum, 12,8%, en minnst á Norðurlandi vestra, 2,9%.

Aukning atvinnuleysis var meiri meðal karla en kvenna í desember. Atvinnuleysi meðal karla er nú 7,2% var 6,9% í nóvember. Atvinnuleysi meðal kvenna er 7,4% en var 7,3% í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×