Krafa löngu fyrnd en slitastjórn gefur sér að háttsemi sé refsiverð Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. janúar 2012 18:54 Skaðabótakrafa slitastjórnar Glitnis upp á 6,5 milljarða króna á hendur fyrrverandi stjórnarmönnum bankans er fyrnd en slitastjórnin lítur svo á að svo sé ekki þar sem fyrrverandi stjórn Glitnis hafi gerst sek um refsiverða háttsemi. Enginn hefur hins vegar verið ákærður eða dæmdur. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri, Lárusi Welding og fyrrverandi stjórn Glitnis eins og hún leggur sig. Eins og komið hefur fram snýst málið um 15 milljarða króna víkjandi kúlulán sem stjórn Glitnis samþykkti að veita Baugi hinn 18. desember 2007. Athygli vekur að þrír hinna stefndu, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Jón Sigurðsson og Þorsteinn M. Jónsson tóku ekki þátt í afgreiðslu lánsins á stjórnarfundinum. Skarphéðinn Berg var fjarverandi og sat Smári Sigurðsson, faðir Hannesar Smárasonar og varamaður Skarphéðins í stjórninni, fundinn í hans stað. Þá viku Smári, Jón Sigurðsson og Þorsteinn af fundinum áður en málið var afgreitt í stjórninni og koma þessar upplýsingar í raun fram í stefnunni. Annað sem vekur athygli er að skaðabótakrafan er fyrnd, því í 136. gr. laga um hlutafélög, sem nú hefur verið afnumin, en var í gildi þegar ákvörðun um veitingu lánsins var tekin, kemur fram að skaðabótamál gegn stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra verði að höfða innan tveggja ára frá lokum þess reikningsárs er ákvörðun sem málið byggist á var tekin. Krafan var í því raun fyrnd hinn 31. desember 2009. Undantekningin frá þessu er ef um refsiverða háttsemi er að ræða. Slitastjórn Glitnis reisir sinn málatilbúnað í raun á þessu, samkvæmt stefnunni. Slitastjórnin lítur svo á að lánið til Baugs hafi verið refsiverð háttsemi þar sem við veitingu þess hafi áhættuskuldbindingar Glitnis vegna Baugs Group og tengdra aðila farið yfir hið lögbundna 25 prósenta hámark, sem hlutfall af eiginfjárgrunni, samkvæmt 30.gr. laga um fjármálafyrirtæki, en brot við reglu um hámark varðar sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Engin ákæra hefur hins vegar verið gefin út vegna hins meinta brots en málið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Slitastjórn Glitnis er því í raun að gefa sér að málið sé refsivert, án þess að rannsókn á háttseminni sé lokið, en það bíður úrlausnar dómstóla að meta hvort það mat slitastjórnar bankans sé rétt. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Sjá meira
Skaðabótakrafa slitastjórnar Glitnis upp á 6,5 milljarða króna á hendur fyrrverandi stjórnarmönnum bankans er fyrnd en slitastjórnin lítur svo á að svo sé ekki þar sem fyrrverandi stjórn Glitnis hafi gerst sek um refsiverða háttsemi. Enginn hefur hins vegar verið ákærður eða dæmdur. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri, Lárusi Welding og fyrrverandi stjórn Glitnis eins og hún leggur sig. Eins og komið hefur fram snýst málið um 15 milljarða króna víkjandi kúlulán sem stjórn Glitnis samþykkti að veita Baugi hinn 18. desember 2007. Athygli vekur að þrír hinna stefndu, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Jón Sigurðsson og Þorsteinn M. Jónsson tóku ekki þátt í afgreiðslu lánsins á stjórnarfundinum. Skarphéðinn Berg var fjarverandi og sat Smári Sigurðsson, faðir Hannesar Smárasonar og varamaður Skarphéðins í stjórninni, fundinn í hans stað. Þá viku Smári, Jón Sigurðsson og Þorsteinn af fundinum áður en málið var afgreitt í stjórninni og koma þessar upplýsingar í raun fram í stefnunni. Annað sem vekur athygli er að skaðabótakrafan er fyrnd, því í 136. gr. laga um hlutafélög, sem nú hefur verið afnumin, en var í gildi þegar ákvörðun um veitingu lánsins var tekin, kemur fram að skaðabótamál gegn stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra verði að höfða innan tveggja ára frá lokum þess reikningsárs er ákvörðun sem málið byggist á var tekin. Krafan var í því raun fyrnd hinn 31. desember 2009. Undantekningin frá þessu er ef um refsiverða háttsemi er að ræða. Slitastjórn Glitnis reisir sinn málatilbúnað í raun á þessu, samkvæmt stefnunni. Slitastjórnin lítur svo á að lánið til Baugs hafi verið refsiverð háttsemi þar sem við veitingu þess hafi áhættuskuldbindingar Glitnis vegna Baugs Group og tengdra aðila farið yfir hið lögbundna 25 prósenta hámark, sem hlutfall af eiginfjárgrunni, samkvæmt 30.gr. laga um fjármálafyrirtæki, en brot við reglu um hámark varðar sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Engin ákæra hefur hins vegar verið gefin út vegna hins meinta brots en málið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Slitastjórn Glitnis er því í raun að gefa sér að málið sé refsivert, án þess að rannsókn á háttseminni sé lokið, en það bíður úrlausnar dómstóla að meta hvort það mat slitastjórnar bankans sé rétt.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Sjá meira