ÍBV vann sigur á Stjörnunni í fyrsta leik N1-deildar kvenna eftir jólafrí, 26-24, í Garðabænum í kvöld.
ÍBV hafði tveggja marka forystu eftir fyrri hálfleikinn, 14-12, en með sigrinum komust Eyjamenn upp að hlið Stjörnunnar og HK. Öll þrjú lið eru nú með átta stig í 3.-5. sæti en HK á leik til góða.
Grigore Gqorgola skoraði ellefu mörk fyrir ÍBV í kvöld og Ester Óskarsdóttir sex. Hjá Stjörnunni voru Sólveig Lára Kjærnested og Hanna G. Stefánsdóttir markahæstar með sex mörk hvor.
Þrír leikir fara fram í deildinni á morgun. Toppliðin tvö, Valur og Fram, eigast við í Safamýrinn og þá tekur KA/Þór á móti Gróttu og Haukar mæta HK á heimavelli.
Stjarnan - ÍBV 24-26 (12-14)
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 6, Hanna G. Stefánsdóttir 6, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5, Rut Steinsen 2, Sandra Sigurjónsdóttr 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Arna Dýrfjörð.
Mörk ÍBV: Grigore Gqorgola 11, Ester Óskarsdóttir 6, Ivana Mladenovic 3, Drífa Þorvaldsdóttir 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Aníta Elíasdóttir 1.
Eyjastúlkur gerðu góða ferð í Garðabæinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



