Viðskipti innlent

Húsasmiðjan opnar nýja verslun í Eyjum

Klaus Edsbjerg, forstjóri Bygma, Peter Christiansen, stjórnarformaður Bygma og Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsasmiðjunnar skoða fyrirhugað verslunarrými í Eyjum.
Klaus Edsbjerg, forstjóri Bygma, Peter Christiansen, stjórnarformaður Bygma og Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsasmiðjunnar skoða fyrirhugað verslunarrými í Eyjum.
Húsasmiðjan mun í sumar opna nýja verslun í Vestmannaeyjum. Verslunin verður í nýju húsi að Græðisbraut 1, sem byggt hefur verið sérstaklega fyrir Húsasmiðjuna. Áætlað er að nýja verslunin opni í lok sumars.

Í tilkynningu segir að með tilkomu nýju verslunarinnar eykst þjónusta og vöruframboð Húsasmiðjunnar til mikilla muna, en nýja verslunin verður um 1.100 fermetrar að stærð, tvöfalt stærri en núverandi verslun. Þá bætist við verslun Blómavals, sem til þessa hefur ekki haft starfsemi í Vestmannaeyjum.

Í maí verða tíu ár síðan Húsasmiðjan kom til Eyja, en þá festi fyrirtækið kaup á versluninni Húsey og breytti í Húsasmiðjuverslun. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Vestmannaeyjum er Ríkharður Hrafnkelsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×