Forstjóri Pimco gefur lítið fyrir áætlun Grikkja 10. febrúar 2012 08:30 Mohamed El-Erian forstjóri Pimco stærsta skuldabréfasjóðs heimsins og einn af helstu þungaviktarmönnunum í alþjóðlegum fjármálum gefur lítið fyrir samkomulagið sem grísku stjórnarflokkarnar lögðu fyrir fund fjármálaráðherra evrusvæðisins í gærkvöldi. El-Erian segir að miklar líkur séu á að þetta samkomulag endi eins og fyrirrennari sinn, það er verði að engu innan tveggja mánaða. Þar á El-Erian við áætlunina sem samþykkt var þegar Grikkir fengu fyrra neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrirsjóðnum og Evrópusambandinu. Ekkert af þeirri áætlun komst í gagnið. El-Erian segir að vandi Grikkja sé einkum innbyrðisátök milli þingmanna og stjórnarliða sem og hið gríska samfélag í heild þar sem enginn vilji í raun bera ábyrgð. Eins og fram hefur komið höfnuðu fjármálaráðherrar evruríkjanna þeirri áætlun sem grísku stjórnarflokkarnir komu sér saman um til þess að fá nýtt 130 milljarða evra neyðarlán. Ráðherrarnir settu Grikkjum strangari kröfur sem þeir verða að uppfylla fyrir miðvikudaginn kemur. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mohamed El-Erian forstjóri Pimco stærsta skuldabréfasjóðs heimsins og einn af helstu þungaviktarmönnunum í alþjóðlegum fjármálum gefur lítið fyrir samkomulagið sem grísku stjórnarflokkarnar lögðu fyrir fund fjármálaráðherra evrusvæðisins í gærkvöldi. El-Erian segir að miklar líkur séu á að þetta samkomulag endi eins og fyrirrennari sinn, það er verði að engu innan tveggja mánaða. Þar á El-Erian við áætlunina sem samþykkt var þegar Grikkir fengu fyrra neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrirsjóðnum og Evrópusambandinu. Ekkert af þeirri áætlun komst í gagnið. El-Erian segir að vandi Grikkja sé einkum innbyrðisátök milli þingmanna og stjórnarliða sem og hið gríska samfélag í heild þar sem enginn vilji í raun bera ábyrgð. Eins og fram hefur komið höfnuðu fjármálaráðherrar evruríkjanna þeirri áætlun sem grísku stjórnarflokkarnir komu sér saman um til þess að fá nýtt 130 milljarða evra neyðarlán. Ráðherrarnir settu Grikkjum strangari kröfur sem þeir verða að uppfylla fyrir miðvikudaginn kemur.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira