Viðskipti innlent

FME beitti lífeyrissjóðinn Stapa dagsektum

Fjármálaeftirlitið (FME) þurfti að beita lífeyrissjóðinn Stapa dagsektum til að fá aðgang að upplýsingum úr tölvukerfi sjóðsins eins og lög og reglur kveða á um.

Fjallað er um málið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að þar sem lífeyrissjóðurinn varð ekki við ítrekuðum kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur undir lok síðasta árs tók eftirlitið þá ákvörðun að beita sjóðinn 200.000 króna dagsektum.

Dagsektirnir voru settar á sjóðinn þann 20. desember síðastliðinn en sex dögum síðar varð sjóðurinn svo við kröfum Fjármálaeftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×