Aldrei meira atvinnuleysi á Spáni - tæplega 6 milljónir án atvinnu 27. júlí 2012 19:09 Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. Engar vísbendingar eru um að atvinnuleysi komi til með að minnka á Spáni og horfurnar virðast enn dekkri en áður eftir tölurnar sem Hagstofa Spánar birti morgun. Nú eru 24,6 prósent Spánverja án atvinnu en þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í sögu landsins. Hvergi á evrusvæðinu er atvinnuleysið meira en á Spáni. „Ég hef verið atvinnulaus í um það bil þrjú ár. Því miður er ástandið eins og það er. Ég vona bara að þetta skáni, og ég held að það muni gera það," Andres Rodriguez, íbúi í höfuðborginni Madrid. Og þeir sem eru án vinnu eru ekki sérstaklega bjartsýnir á að hagur þeirra vænkist með haustinu. „Ég held að það verði mjög erfitt að finna vinnu. Það er mjög erfitt núna. Kannski lagast það í vetur, í febrúar eða mars kannski, en ég geri ekki ráð fyrir að finna mikla vinnu," segir Jesus Alonso. Atvinnuhorfur ungs fólks eru sérstaklega slæmar, en atvinnuleysi fólks á aldrinum 18-25 ára er nú 53,3 prósent. Margir sem eru án tekna leita á náðir hjálparstofnana til að fá mataraðstoð eins og þessar myndir frá bækistöðvum Rauða Krossins í Madríd. Margir nýta sér matargjafir af þessu tagi á Spáni, jafnvel í millistéttarhverfum eins og Tres Cantos. „Áður voru það helst útlendingar sem nýttu sér matargjafirnar. Undanfarið, sérstaklega á þessu ári, hefur þetta breyst. Núna eru flestir skjólstæðingar okkar innfæddir. Verstu dæmin eru fjölskyldur þar sem báðir foreldrarnir eru atvinnulausir," segir Laura Tejedor, starfsmaður Rauða Krossins í Madríd. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. Engar vísbendingar eru um að atvinnuleysi komi til með að minnka á Spáni og horfurnar virðast enn dekkri en áður eftir tölurnar sem Hagstofa Spánar birti morgun. Nú eru 24,6 prósent Spánverja án atvinnu en þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í sögu landsins. Hvergi á evrusvæðinu er atvinnuleysið meira en á Spáni. „Ég hef verið atvinnulaus í um það bil þrjú ár. Því miður er ástandið eins og það er. Ég vona bara að þetta skáni, og ég held að það muni gera það," Andres Rodriguez, íbúi í höfuðborginni Madrid. Og þeir sem eru án vinnu eru ekki sérstaklega bjartsýnir á að hagur þeirra vænkist með haustinu. „Ég held að það verði mjög erfitt að finna vinnu. Það er mjög erfitt núna. Kannski lagast það í vetur, í febrúar eða mars kannski, en ég geri ekki ráð fyrir að finna mikla vinnu," segir Jesus Alonso. Atvinnuhorfur ungs fólks eru sérstaklega slæmar, en atvinnuleysi fólks á aldrinum 18-25 ára er nú 53,3 prósent. Margir sem eru án tekna leita á náðir hjálparstofnana til að fá mataraðstoð eins og þessar myndir frá bækistöðvum Rauða Krossins í Madríd. Margir nýta sér matargjafir af þessu tagi á Spáni, jafnvel í millistéttarhverfum eins og Tres Cantos. „Áður voru það helst útlendingar sem nýttu sér matargjafirnar. Undanfarið, sérstaklega á þessu ári, hefur þetta breyst. Núna eru flestir skjólstæðingar okkar innfæddir. Verstu dæmin eru fjölskyldur þar sem báðir foreldrarnir eru atvinnulausir," segir Laura Tejedor, starfsmaður Rauða Krossins í Madríd.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira