Snorri Steinn: EM ekki efst í huga mér núna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. janúar 2012 08:00 Snorri Steinn hefur stýrt leik landsliðsins af miklum myndarskap undanfarin ár. Hann er hér í leik gegn Króatíu sem er einmitt fyrsti andstæðingur Íslands á EM. Mynd/Valli „Það er ekkert að gerast og við bíðum bara eftir því sem koma skal," sagði leikstjórnandi íslenska landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, en hann er staddur í Danmörku á meðan landsliðið undirbýr sig fyrir EM hér heima. Ástæðan fyrir fjarveru Snorra er skiljanleg en unnusta hans, Marín Sörens Madsen, er ólétt og bíða skötuhjúin komu fjórða fjölskyldumeðlimsins. Marín átti að eiga annan í jólum en barnið ætlar að láta bíða eftir sér. Eigi hún ekki í vikunni verður hún væntanlega gangsett um næstu helgi. „EM er mér ekkert efst í huga sem stendur. Ég held að það væri nú hjá fæstum í minni stöðu. Ég er að reyna að sinna konunni og svo eigum við barn fyrir þannig að það er nóg að gera. Ég reyni samt að æfa og halda mér í formi þessa daga," sagði Snorri Steinn en hann æfir daglega með styrktarþjálfara síns félags, AG í Kaupmannahöfn, þannig að hann verði eins klár í slaginn og hægt er ef hann getur tekið þátt á EM. Fer á EM ef allt gengur uppxx xx xx„Þegar þetta er yfirstaðið tek ég síðan stöðuna á hlutunum. Hvort öllum heilsist ekki vel og svona. Ef það gengur allt upp þá stefni ég á að taka þátt í mótinu. Tengdamamma kemur og verður konunni minni innan handar þannig að þetta á að geta gengið upp." Leikstjórnandinn viðurkennir engu að síður að það verði talsvert skrítið að fara svo snemma frá nýfæddu barni á stórmót í Serbíu. „Það verður örugglega mjög erfitt og skrítið. Þetta er engin óskastaða. Ég hefði kannski getað planað þetta betur," sagði Snorri léttur og hló við. „Það er hvorki gott fyrir mig né liðið að ég missi af undirbúningnum og æfingaleikjunum sem eru fram undan. Þetta er engu að síður staðan sem er uppi og hana verður að tækla." Eins og Snorri segir verður það erfitt og skrítið fyrir hann að fara frá fjölskyldunni á þessum tíma en hefur hann eitthvað íhugað að hreinlega sleppa mótinu? „Kannski ekki beint. Ég hef alltaf hugsað þetta þannig að ég yrði að taka stöðuna þegar barnið kemur. Ég hef alltaf reiknað með og búist við að fara á EM. Það hefur ekki hvarflað að mér að hringja í Gumma þjálfara og segjast ætla að taka mér frí. Ég vona að allt gangi vel og öllum heilsist vel. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég fari þó svo að það verði óneitanlega skrítið." Landsliðið má mjög illa við því að missa Snorra Stein úr liðinu enda hefur hann verið algjör lykilmaður í liðinu undanfarin ár þar sem landsliðið hefur verið að ná sínum besta árangri í sögunni. Snorri hefur verið í verulega góðu formi í vetur og farið mikinn í ofurliði AG sem er efst í Danmörku og staðið sig vel í Meistaradeildinni. „Ég hef verið mjög ánægður með veturinn hjá mér og verið í fínu formi. Þetta er búið að vera flott tímabil bæði hjá mér og liðinu," sagði Snorri en hann hefur fengið að spila meira eftir að Magnus Andersson tók við liðinu en einnig spilar fleira inn í. „Arnór [Atlason] hefur líka verið svolítið meiddur þannig að við höfum ekki verið að skipta þessu á milli okkar." Snorri segir að landsliðsþjálfarinn, Guðmundur Þórður Guðmundsson, sé pollrólegur yfir stöðunni og sé ekki sífellt að athuga með það hvort barnið sé komið í heiminn. „Gummi heyrir eðlilega í mér reglulega sem þjálfari og er að athuga stöðuna. Hann hefur að sjálfsögðu fullan skilning á stöðunni sem er uppi. Við förum svo yfir málin þegar barnið kemur í heiminn." Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjá meira
„Það er ekkert að gerast og við bíðum bara eftir því sem koma skal," sagði leikstjórnandi íslenska landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, en hann er staddur í Danmörku á meðan landsliðið undirbýr sig fyrir EM hér heima. Ástæðan fyrir fjarveru Snorra er skiljanleg en unnusta hans, Marín Sörens Madsen, er ólétt og bíða skötuhjúin komu fjórða fjölskyldumeðlimsins. Marín átti að eiga annan í jólum en barnið ætlar að láta bíða eftir sér. Eigi hún ekki í vikunni verður hún væntanlega gangsett um næstu helgi. „EM er mér ekkert efst í huga sem stendur. Ég held að það væri nú hjá fæstum í minni stöðu. Ég er að reyna að sinna konunni og svo eigum við barn fyrir þannig að það er nóg að gera. Ég reyni samt að æfa og halda mér í formi þessa daga," sagði Snorri Steinn en hann æfir daglega með styrktarþjálfara síns félags, AG í Kaupmannahöfn, þannig að hann verði eins klár í slaginn og hægt er ef hann getur tekið þátt á EM. Fer á EM ef allt gengur uppxx xx xx„Þegar þetta er yfirstaðið tek ég síðan stöðuna á hlutunum. Hvort öllum heilsist ekki vel og svona. Ef það gengur allt upp þá stefni ég á að taka þátt í mótinu. Tengdamamma kemur og verður konunni minni innan handar þannig að þetta á að geta gengið upp." Leikstjórnandinn viðurkennir engu að síður að það verði talsvert skrítið að fara svo snemma frá nýfæddu barni á stórmót í Serbíu. „Það verður örugglega mjög erfitt og skrítið. Þetta er engin óskastaða. Ég hefði kannski getað planað þetta betur," sagði Snorri léttur og hló við. „Það er hvorki gott fyrir mig né liðið að ég missi af undirbúningnum og æfingaleikjunum sem eru fram undan. Þetta er engu að síður staðan sem er uppi og hana verður að tækla." Eins og Snorri segir verður það erfitt og skrítið fyrir hann að fara frá fjölskyldunni á þessum tíma en hefur hann eitthvað íhugað að hreinlega sleppa mótinu? „Kannski ekki beint. Ég hef alltaf hugsað þetta þannig að ég yrði að taka stöðuna þegar barnið kemur. Ég hef alltaf reiknað með og búist við að fara á EM. Það hefur ekki hvarflað að mér að hringja í Gumma þjálfara og segjast ætla að taka mér frí. Ég vona að allt gangi vel og öllum heilsist vel. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég fari þó svo að það verði óneitanlega skrítið." Landsliðið má mjög illa við því að missa Snorra Stein úr liðinu enda hefur hann verið algjör lykilmaður í liðinu undanfarin ár þar sem landsliðið hefur verið að ná sínum besta árangri í sögunni. Snorri hefur verið í verulega góðu formi í vetur og farið mikinn í ofurliði AG sem er efst í Danmörku og staðið sig vel í Meistaradeildinni. „Ég hef verið mjög ánægður með veturinn hjá mér og verið í fínu formi. Þetta er búið að vera flott tímabil bæði hjá mér og liðinu," sagði Snorri en hann hefur fengið að spila meira eftir að Magnus Andersson tók við liðinu en einnig spilar fleira inn í. „Arnór [Atlason] hefur líka verið svolítið meiddur þannig að við höfum ekki verið að skipta þessu á milli okkar." Snorri segir að landsliðsþjálfarinn, Guðmundur Þórður Guðmundsson, sé pollrólegur yfir stöðunni og sé ekki sífellt að athuga með það hvort barnið sé komið í heiminn. „Gummi heyrir eðlilega í mér reglulega sem þjálfari og er að athuga stöðuna. Hann hefur að sjálfsögðu fullan skilning á stöðunni sem er uppi. Við förum svo yfir málin þegar barnið kemur í heiminn."
Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita