Halldór J. samþykkti að vera áfram gegn 125 milljóna greiðslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. febrúar 2012 19:06 Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, óskaði eftir að láta af störfum hjá bankanum í ágúst 2008, rétt fyrir hrunið, en ákvað að vera áfram gegn 125 milljóna króna greiðslu. Sigurjón Þ. Árnason, fékk þá sömu greiðslu, sem fór beint í einkalífeyrissjóð hans hjá bankanum. Þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð máls sem Sigurjón höfðaði gegn Landsbankanum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en Sigurjón krefst viðurkenningar á samningi milli hans og Landsbankans um lífeyrissparnað og afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir þennan sama sparnað. Í málinu var tekist á um lögmæti lífeyrissjóðs Sigurjóns, en hann færði sparnað sinn frá Íslenska lífeyrissjóðnum í lífeyrissjóð sem hann stofnaði í eigin nafni í apríl 2008. Þessi viðskipti Sigurjóns komust í fréttirnar fyrir þær sakir að hann gaf út tvö veðskuldabréf, samtals að fjárhæð 70 milljónir króna, í nóvember 2008, sem hann seldi svo eigin lífeyrissjóði. Það vakti athygli eftirlitsaðila sem gerðu í kjölfarið athugasemdir, en FME krafðist þess að Landsbankinn myndi slíta lífeyrissjóðnum þar sem hann gengi í berhögg við lög. Þessu hefur lögmaður Sigurjóns andmælt. Á þremur árum, frá apríl 2008 til september 2011, hækkaði lífeyrissparnaður Sigurjóns úr 108 milljónum í 566 milljónir króna, miðað við upplýsingar sem komu fram við aðalmeðferð málsins í morgun. Stór hluti hækkunarinnar er til kominn vegna gengishagnaðar, en Sigurjón keypti skuldabréf í erlendri mynt, aðallega evrum, í rússneska olíurisanum Gazprom og orkufyrirtækinu TAQA frá Abú Dabí í ágúst 2008 og losaði sig þannig við sparnað í krónum. Þá fékk hann greiðslur, nálægt 200 milljónum króna, frá Landsbankanum, sem hann setti beint í lífeyrissparnað sinn, en um var að ræða áunnin samningsbundin réttindi. Sjá hlekk á ítarlega fréttaskýringu um málið hér neðar. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1. febrúar 2012 13:41 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, óskaði eftir að láta af störfum hjá bankanum í ágúst 2008, rétt fyrir hrunið, en ákvað að vera áfram gegn 125 milljóna króna greiðslu. Sigurjón Þ. Árnason, fékk þá sömu greiðslu, sem fór beint í einkalífeyrissjóð hans hjá bankanum. Þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð máls sem Sigurjón höfðaði gegn Landsbankanum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en Sigurjón krefst viðurkenningar á samningi milli hans og Landsbankans um lífeyrissparnað og afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir þennan sama sparnað. Í málinu var tekist á um lögmæti lífeyrissjóðs Sigurjóns, en hann færði sparnað sinn frá Íslenska lífeyrissjóðnum í lífeyrissjóð sem hann stofnaði í eigin nafni í apríl 2008. Þessi viðskipti Sigurjóns komust í fréttirnar fyrir þær sakir að hann gaf út tvö veðskuldabréf, samtals að fjárhæð 70 milljónir króna, í nóvember 2008, sem hann seldi svo eigin lífeyrissjóði. Það vakti athygli eftirlitsaðila sem gerðu í kjölfarið athugasemdir, en FME krafðist þess að Landsbankinn myndi slíta lífeyrissjóðnum þar sem hann gengi í berhögg við lög. Þessu hefur lögmaður Sigurjóns andmælt. Á þremur árum, frá apríl 2008 til september 2011, hækkaði lífeyrissparnaður Sigurjóns úr 108 milljónum í 566 milljónir króna, miðað við upplýsingar sem komu fram við aðalmeðferð málsins í morgun. Stór hluti hækkunarinnar er til kominn vegna gengishagnaðar, en Sigurjón keypti skuldabréf í erlendri mynt, aðallega evrum, í rússneska olíurisanum Gazprom og orkufyrirtækinu TAQA frá Abú Dabí í ágúst 2008 og losaði sig þannig við sparnað í krónum. Þá fékk hann greiðslur, nálægt 200 milljónum króna, frá Landsbankanum, sem hann setti beint í lífeyrissparnað sinn, en um var að ræða áunnin samningsbundin réttindi. Sjá hlekk á ítarlega fréttaskýringu um málið hér neðar. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1. febrúar 2012 13:41 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1. febrúar 2012 13:41