Halldór J. samþykkti að vera áfram gegn 125 milljóna greiðslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. febrúar 2012 19:06 Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, óskaði eftir að láta af störfum hjá bankanum í ágúst 2008, rétt fyrir hrunið, en ákvað að vera áfram gegn 125 milljóna króna greiðslu. Sigurjón Þ. Árnason, fékk þá sömu greiðslu, sem fór beint í einkalífeyrissjóð hans hjá bankanum. Þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð máls sem Sigurjón höfðaði gegn Landsbankanum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en Sigurjón krefst viðurkenningar á samningi milli hans og Landsbankans um lífeyrissparnað og afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir þennan sama sparnað. Í málinu var tekist á um lögmæti lífeyrissjóðs Sigurjóns, en hann færði sparnað sinn frá Íslenska lífeyrissjóðnum í lífeyrissjóð sem hann stofnaði í eigin nafni í apríl 2008. Þessi viðskipti Sigurjóns komust í fréttirnar fyrir þær sakir að hann gaf út tvö veðskuldabréf, samtals að fjárhæð 70 milljónir króna, í nóvember 2008, sem hann seldi svo eigin lífeyrissjóði. Það vakti athygli eftirlitsaðila sem gerðu í kjölfarið athugasemdir, en FME krafðist þess að Landsbankinn myndi slíta lífeyrissjóðnum þar sem hann gengi í berhögg við lög. Þessu hefur lögmaður Sigurjóns andmælt. Á þremur árum, frá apríl 2008 til september 2011, hækkaði lífeyrissparnaður Sigurjóns úr 108 milljónum í 566 milljónir króna, miðað við upplýsingar sem komu fram við aðalmeðferð málsins í morgun. Stór hluti hækkunarinnar er til kominn vegna gengishagnaðar, en Sigurjón keypti skuldabréf í erlendri mynt, aðallega evrum, í rússneska olíurisanum Gazprom og orkufyrirtækinu TAQA frá Abú Dabí í ágúst 2008 og losaði sig þannig við sparnað í krónum. Þá fékk hann greiðslur, nálægt 200 milljónum króna, frá Landsbankanum, sem hann setti beint í lífeyrissparnað sinn, en um var að ræða áunnin samningsbundin réttindi. Sjá hlekk á ítarlega fréttaskýringu um málið hér neðar. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1. febrúar 2012 13:41 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, óskaði eftir að láta af störfum hjá bankanum í ágúst 2008, rétt fyrir hrunið, en ákvað að vera áfram gegn 125 milljóna króna greiðslu. Sigurjón Þ. Árnason, fékk þá sömu greiðslu, sem fór beint í einkalífeyrissjóð hans hjá bankanum. Þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð máls sem Sigurjón höfðaði gegn Landsbankanum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en Sigurjón krefst viðurkenningar á samningi milli hans og Landsbankans um lífeyrissparnað og afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir þennan sama sparnað. Í málinu var tekist á um lögmæti lífeyrissjóðs Sigurjóns, en hann færði sparnað sinn frá Íslenska lífeyrissjóðnum í lífeyrissjóð sem hann stofnaði í eigin nafni í apríl 2008. Þessi viðskipti Sigurjóns komust í fréttirnar fyrir þær sakir að hann gaf út tvö veðskuldabréf, samtals að fjárhæð 70 milljónir króna, í nóvember 2008, sem hann seldi svo eigin lífeyrissjóði. Það vakti athygli eftirlitsaðila sem gerðu í kjölfarið athugasemdir, en FME krafðist þess að Landsbankinn myndi slíta lífeyrissjóðnum þar sem hann gengi í berhögg við lög. Þessu hefur lögmaður Sigurjóns andmælt. Á þremur árum, frá apríl 2008 til september 2011, hækkaði lífeyrissparnaður Sigurjóns úr 108 milljónum í 566 milljónir króna, miðað við upplýsingar sem komu fram við aðalmeðferð málsins í morgun. Stór hluti hækkunarinnar er til kominn vegna gengishagnaðar, en Sigurjón keypti skuldabréf í erlendri mynt, aðallega evrum, í rússneska olíurisanum Gazprom og orkufyrirtækinu TAQA frá Abú Dabí í ágúst 2008 og losaði sig þannig við sparnað í krónum. Þá fékk hann greiðslur, nálægt 200 milljónum króna, frá Landsbankanum, sem hann setti beint í lífeyrissparnað sinn, en um var að ræða áunnin samningsbundin réttindi. Sjá hlekk á ítarlega fréttaskýringu um málið hér neðar. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1. febrúar 2012 13:41 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1. febrúar 2012 13:41