Batman féll úr fyrsta sæti Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. ágúst 2012 07:09 Nýjasta Batman myndin hefur gengið ágætlega. mynd/ afp. Nýjasta Batman myndin, The Dark Knight Rises, féll um helgina úr efsta sæti yfir tekjuhæstu myndir í Bandaríkjunum. Þetta er þriðja helgin sem myndin er sýnd en hún var tekjuhæsta myndin tvær fyrri helgarnar. Í efsta sæti að þessu sinni var hins vegar myndin The Bourne Legacy en tekjur hennar námu sem samsvarar 4,8 milljörðum íslenskra króna, eftir því sem fram kemur á vef The Washington Post. Í öðru sæti var ný mynd Wills Ferrel sem heitir The Campaign, en tekjur hennar námu um 3,3 milljörðum íslenskra króna. The Dark Knight Rises var svo í þriðja sæti með um 2,4 milljarða íslenskra króna. Batman myndin hefur nú verið í sýningu í Bandaríkjunum í þrjár vikur og nema heildartekjurnar um 47 milljörðum króna. Mikil skelfing greip um sig í Colorado fylki og víðar þegar myndin var forsýnd þar 20. júlí síðastliðinn en þá hóf háskólaneminn James Holmes skothríð á miðri kvikmyndasýningu. Dan Fellman, yfirmaður dreifingardeildar hjá Warner Bros, segir í samtali við Washington Post að þetta atvik hafi án efa haft áhrif á aðsóknina að myndinni. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjasta Batman myndin, The Dark Knight Rises, féll um helgina úr efsta sæti yfir tekjuhæstu myndir í Bandaríkjunum. Þetta er þriðja helgin sem myndin er sýnd en hún var tekjuhæsta myndin tvær fyrri helgarnar. Í efsta sæti að þessu sinni var hins vegar myndin The Bourne Legacy en tekjur hennar námu sem samsvarar 4,8 milljörðum íslenskra króna, eftir því sem fram kemur á vef The Washington Post. Í öðru sæti var ný mynd Wills Ferrel sem heitir The Campaign, en tekjur hennar námu um 3,3 milljörðum íslenskra króna. The Dark Knight Rises var svo í þriðja sæti með um 2,4 milljarða íslenskra króna. Batman myndin hefur nú verið í sýningu í Bandaríkjunum í þrjár vikur og nema heildartekjurnar um 47 milljörðum króna. Mikil skelfing greip um sig í Colorado fylki og víðar þegar myndin var forsýnd þar 20. júlí síðastliðinn en þá hóf háskólaneminn James Holmes skothríð á miðri kvikmyndasýningu. Dan Fellman, yfirmaður dreifingardeildar hjá Warner Bros, segir í samtali við Washington Post að þetta atvik hafi án efa haft áhrif á aðsóknina að myndinni.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira