Byggðastofnun neitar að niðurfæra erlend lán - deilt fyrir dómstólum Magnús Halldórsson skrifar 13. ágúst 2012 12:00 Byggðastofnun neitar að niðurfæra erlend lán til viðskiptavina, í samræmi við gengislánadóma Hæstaréttar, þar sem stofnunin telur lánin vera lán í erlendri mynt en ekki grengistryggð lán í krónum. Ágreiningur um þessi lán er kominn til kasta dómstóla, en miklir hagsmunir eru í húfi fyrir skattgreiðendur. Heildarútlán Byggðastofnunar í erlendri mynt námu í árslok í fyrra 8,7 milljörðum króna. Á móti þessum útlánum stofnunarinnar, voru á sama tíma skuldir í erlendri mynt, einkum við Norræna fjárfestingabankann, upp á 12,2 milljarða. Fyrr á þessu ári féll tveggja milljarða skuld á gjalddaga og gat stofnunin ekki annað gert en greitt þá upphæð, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. Heildarskuldir stofnunarinnar í erlendri mynt nema um 10 milljörðum króna nú. Byggðastofnun hefur neitað að niðurfæra útlán sín í erlendri mynt, og við það eru fjölmargir viðskiptavinir stofnunarinnar ósáttir, samkvæmt heimildum Fréttastofu, ekki síst í ljósi þess að erlend lán endurreistu bankanna þriggja hafa verið niðurfærð í stórum stíl. Í júní síðastliðnum var tekið fyrir mál í Héraðsdómi Norðurlands vestra þar sem deilt er um hvort lán stofnunarinnar telst vera í erlendri mynt eða vera gengistryggt lán í krónum, sem Hæstiréttur hefur dæmt ólöglögt, en Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segist vonast til þess að málið muni eyða óvissu um þessi mál. „Ólíkt bönkunum, sem voru færðir á nýjar kennitölur, þá bar ekki stofnunin nein Byggðastofnun 2 í hruninu. Stofnunin skuldar enn sömu upphæðir í útlöndum og áður [...] Það er ríkisábyrgð á öllum skuldum stofnunarinnar og því mun lækkun á útlánum óhjákvæmilega lenda á ríkissjóði. Stofnunin hefur enga heimild til þess á niðurfæra kröfurnar, það verður að koma til kasta dómstóla í því." Þóroddur segist fagna því að ágreiningur um lán stofnunarinnar sé kominn til kasta dómstóla, þar sem botn fáist þá í málið, sem skipti miklu máli fyrir viðskiptavini stofunarinnar og ríkissjóð. „Ég fagna því að þetta dómsmál sé komið fram, vegna þess að það er rétt að viðskiptavinir stofnunarinnar fá þann rétt sem þeir eiga, og það verður að koma í ljós hver hann er.“ Þóroddur segir öll lán Byggðastofnunar, sem stofnunin telur til erlendra lána, vera á sama forminu. Því hafi dómsmálið sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra, fordæmisgildi fyrir allan lánaflokkinn, sam nam 8,7 milljörðum í árslok í fyrra eins og áður segir. Fjárhagsstaða Byggðastofnunar er bágborin, en í lok árs í fyrra var eigið fé stofnunarinnar 1,34 prósent, samkvæmt viðmiðum FME, eða sem nemur um 266,3 milljónum króna. Lágmarksviðmið samkvæmt lögum er 8 prósent en FME gerir kröfu um að 16 prósent eiginfjárhlutfall. Frá árslokum í fyrra hefur ríkissjóður lagt stofnuninni til 1,75 milljarða til þess að bæta stöðu hennar, að því er fram kemur í ársreikningi fyrir árið 2011. Skuldir stofnunarinnar í erlendri mynt, þar helst við Norræna fjárfestingabankann, eru íþyngjandi fyrir rekstur hennar, ekki síst þar sem útlán í erlendri mynt eru umtalsvert lægri en sem nemur skuldinni. Þ.e. 8,7 milljarða útlán, á meðan skuldirnar eru um 10 milljarðar. Fari svo að Byggðastofnun muni þurfa að afskrifa erlend lán til viðskiptavina, ýmist vegna niðurstöðu dómstóla í þá veru eða vegna bágrar stöðu þeirra, mun það hafa alvarleg áhrif á rekstur stofnunarinnar, og fyrirsjáanlegt er að ríkissjóður muni þá þurfa að leggja henni til rekstrarfé að nýju. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Byggðastofnun neitar að niðurfæra erlend lán til viðskiptavina, í samræmi við gengislánadóma Hæstaréttar, þar sem stofnunin telur lánin vera lán í erlendri mynt en ekki grengistryggð lán í krónum. Ágreiningur um þessi lán er kominn til kasta dómstóla, en miklir hagsmunir eru í húfi fyrir skattgreiðendur. Heildarútlán Byggðastofnunar í erlendri mynt námu í árslok í fyrra 8,7 milljörðum króna. Á móti þessum útlánum stofnunarinnar, voru á sama tíma skuldir í erlendri mynt, einkum við Norræna fjárfestingabankann, upp á 12,2 milljarða. Fyrr á þessu ári féll tveggja milljarða skuld á gjalddaga og gat stofnunin ekki annað gert en greitt þá upphæð, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. Heildarskuldir stofnunarinnar í erlendri mynt nema um 10 milljörðum króna nú. Byggðastofnun hefur neitað að niðurfæra útlán sín í erlendri mynt, og við það eru fjölmargir viðskiptavinir stofnunarinnar ósáttir, samkvæmt heimildum Fréttastofu, ekki síst í ljósi þess að erlend lán endurreistu bankanna þriggja hafa verið niðurfærð í stórum stíl. Í júní síðastliðnum var tekið fyrir mál í Héraðsdómi Norðurlands vestra þar sem deilt er um hvort lán stofnunarinnar telst vera í erlendri mynt eða vera gengistryggt lán í krónum, sem Hæstiréttur hefur dæmt ólöglögt, en Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segist vonast til þess að málið muni eyða óvissu um þessi mál. „Ólíkt bönkunum, sem voru færðir á nýjar kennitölur, þá bar ekki stofnunin nein Byggðastofnun 2 í hruninu. Stofnunin skuldar enn sömu upphæðir í útlöndum og áður [...] Það er ríkisábyrgð á öllum skuldum stofnunarinnar og því mun lækkun á útlánum óhjákvæmilega lenda á ríkissjóði. Stofnunin hefur enga heimild til þess á niðurfæra kröfurnar, það verður að koma til kasta dómstóla í því." Þóroddur segist fagna því að ágreiningur um lán stofnunarinnar sé kominn til kasta dómstóla, þar sem botn fáist þá í málið, sem skipti miklu máli fyrir viðskiptavini stofunarinnar og ríkissjóð. „Ég fagna því að þetta dómsmál sé komið fram, vegna þess að það er rétt að viðskiptavinir stofnunarinnar fá þann rétt sem þeir eiga, og það verður að koma í ljós hver hann er.“ Þóroddur segir öll lán Byggðastofnunar, sem stofnunin telur til erlendra lána, vera á sama forminu. Því hafi dómsmálið sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra, fordæmisgildi fyrir allan lánaflokkinn, sam nam 8,7 milljörðum í árslok í fyrra eins og áður segir. Fjárhagsstaða Byggðastofnunar er bágborin, en í lok árs í fyrra var eigið fé stofnunarinnar 1,34 prósent, samkvæmt viðmiðum FME, eða sem nemur um 266,3 milljónum króna. Lágmarksviðmið samkvæmt lögum er 8 prósent en FME gerir kröfu um að 16 prósent eiginfjárhlutfall. Frá árslokum í fyrra hefur ríkissjóður lagt stofnuninni til 1,75 milljarða til þess að bæta stöðu hennar, að því er fram kemur í ársreikningi fyrir árið 2011. Skuldir stofnunarinnar í erlendri mynt, þar helst við Norræna fjárfestingabankann, eru íþyngjandi fyrir rekstur hennar, ekki síst þar sem útlán í erlendri mynt eru umtalsvert lægri en sem nemur skuldinni. Þ.e. 8,7 milljarða útlán, á meðan skuldirnar eru um 10 milljarðar. Fari svo að Byggðastofnun muni þurfa að afskrifa erlend lán til viðskiptavina, ýmist vegna niðurstöðu dómstóla í þá veru eða vegna bágrar stöðu þeirra, mun það hafa alvarleg áhrif á rekstur stofnunarinnar, og fyrirsjáanlegt er að ríkissjóður muni þá þurfa að leggja henni til rekstrarfé að nýju.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira