Viðskipti innlent

Iceland Express: Alrangt að 1.000 Danir séu í vandræðum

Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi Iceland Express segir að það sé alrangt sem komi fram í blaðinu Politiken að um 1.000 Danir séu í vandræðum vegna þess að félagið hefur hætt flugi til New York. "Þetta eru í mesta lagi örfáir einstaklingar," segir Heimir Már.

Í máli Heimis Má kemur fram að það séu aðeins um 90 einstaklingar í heild, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, sem ekki hafi gengið úrlausn sinna mála hjá Iceland Express vegna þess að flug til New York var lagt niður.

"Þetta eru einstaklingar sem hafa ekki svarað skilaboðum frá okkur eða við höfum ekki náð sambandi við," segir Heimir Már. "Þannig að það af og frá að um 1.000 Dani sé að ræða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×