Erlent lán talið lögmætt BBI skrifar 14. september 2012 14:42 Gengislánadómur féll í Héraðsdómi Norðurlands vestra í dag. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lán sem greitt var út í íslenskum krónum og sömuleiðis endurgreitt með íslenskum krónum væri í raun lán í erlendum gjaldmiðli. Lánið taldist því ekki gengistryggt lán í íslenskum krónum og var dæmt lögmætt. Það var fyrirtækið Samvirkni ehf. sem fékk um 27 milljóna króna lán hjá Byggðastofnun á árinu 2007. Fram kemur í dómnum að Samvirkni óskaði eftir láninu í íslenskum krónum og fékk sömuleiðis vilyrði fyrir láni í íslenskum krónum. Skuldabréf var gefið út í kjölfarið. Þar kemur fram að Byggðastofnun láni Samvirkni ehf. ákveðna upphæð sem tilgreind er í japönskum yenum. Hvergi er því minnst á íslenskar krónur í þessu samhengi í skuldabréfinu. Dómstóllinn telur því skuldabréfið skýrt að þessu leyti. Það liggur hins vegar fyrir að Samvirkni fékk rúmar 27 milljónir íslenskra króna greiddar inn á tékkareikning sinn og endurgreiddi hluta lánsins með krónum. Á undanförnum misserum hafa allmargir dómar fallið þar sem deilt er um hvort lán séu gengistryggð lán í íslenskum krónum og því ólögmæt eða lán í erlendum myntum og því lögmæt. Í dómi sem féll 15. júní síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að um lán í erlendri mynt væri að ræða, en þar skipti mestu máli að lánsfjárhæðin í skuldabréfi var tilgreind í erlendum myntum, lánið var greitt út í erlendum myntum og endurgreitt með erlendum myntum. Því skiptu íslenskar krónur aldrei um hendur heldur aðeins erlendar myntir. Hér einblínir hins vegar Héraðsdómur Norðurlands á orðalag skuldabréfsins og telur það vega meira en þá staðreynd að í raun skiptu íslenskar krónur um hendur. Orðalag bréfsins þykir skýrt og dómstóllinn lítur til þess að stjórnarformaður Samvirkni ehf. er löggiltur endurskoðandi sem hefði átt að gera athugasemdir við orðalag skuldabréfsins. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Gengislánadómur féll í Héraðsdómi Norðurlands vestra í dag. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lán sem greitt var út í íslenskum krónum og sömuleiðis endurgreitt með íslenskum krónum væri í raun lán í erlendum gjaldmiðli. Lánið taldist því ekki gengistryggt lán í íslenskum krónum og var dæmt lögmætt. Það var fyrirtækið Samvirkni ehf. sem fékk um 27 milljóna króna lán hjá Byggðastofnun á árinu 2007. Fram kemur í dómnum að Samvirkni óskaði eftir láninu í íslenskum krónum og fékk sömuleiðis vilyrði fyrir láni í íslenskum krónum. Skuldabréf var gefið út í kjölfarið. Þar kemur fram að Byggðastofnun láni Samvirkni ehf. ákveðna upphæð sem tilgreind er í japönskum yenum. Hvergi er því minnst á íslenskar krónur í þessu samhengi í skuldabréfinu. Dómstóllinn telur því skuldabréfið skýrt að þessu leyti. Það liggur hins vegar fyrir að Samvirkni fékk rúmar 27 milljónir íslenskra króna greiddar inn á tékkareikning sinn og endurgreiddi hluta lánsins með krónum. Á undanförnum misserum hafa allmargir dómar fallið þar sem deilt er um hvort lán séu gengistryggð lán í íslenskum krónum og því ólögmæt eða lán í erlendum myntum og því lögmæt. Í dómi sem féll 15. júní síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að um lán í erlendri mynt væri að ræða, en þar skipti mestu máli að lánsfjárhæðin í skuldabréfi var tilgreind í erlendum myntum, lánið var greitt út í erlendum myntum og endurgreitt með erlendum myntum. Því skiptu íslenskar krónur aldrei um hendur heldur aðeins erlendar myntir. Hér einblínir hins vegar Héraðsdómur Norðurlands á orðalag skuldabréfsins og telur það vega meira en þá staðreynd að í raun skiptu íslenskar krónur um hendur. Orðalag bréfsins þykir skýrt og dómstóllinn lítur til þess að stjórnarformaður Samvirkni ehf. er löggiltur endurskoðandi sem hefði átt að gera athugasemdir við orðalag skuldabréfsins.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira