Hagnaður endurskoðenda hefur dregst lítillega saman 16. apríl 2012 06:30 Stærstir KPMG seldi þjónustu fyrir 3.357 milljónir króna á rekstrarárinu 2011 sem er aðeins minna en fyrirtækið gerði árið áður. Miðað við veltu er KPMG stærsta endurskoðunarfyrirtæki landsins.fréttablaðið/Stefán Hagnaður þriggja af fjórum stærstu endurskoðunarfyrirtækjum landsins dróst saman í fyrra. Alls þénuðu fyrirtækin þrjú, KPMG, PWC og Ernst&Young, 161,7 milljónum krónum minna á síðasta rekstrarári en árið á undan. Þetta kemur fram í nýjustu ársreikningum þeirra. KPMG, stærsta endurskoðunarfyrirtæki landsins, hagnaðist mest, en síðasta rekstrarári þess lauk í septemberlok 2011. Samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins hagnaðist það um 408 milljónir króna. Sá hagnaður er eilítið minni en árin 2010 og 2009 þegar KPMG hagnaðist um 490 og 498 milljónir króna. Samanlagt hefur fyrirtækið því hagnast um tæpa 1,4 milljarða króna á þeim árum sem liðin eru frá bankahruni. KPMG greiddi 33 hluthöfum sínum út 678 milljónir króna í arð á síðasta ári vegna frammistöðu fyrirtækisins á rekstrarárinu 2010. Það greiddi út 455 milljónir króna í arð á árinu 2010 og hefur því greitt 1.133 milljónir króna í arð á tveimur árum. Tillaga um arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2011 er ekki tilgreind í ársreikningnum. Til viðbótar er handbært fé KPMG 882,8 milljónir króna. Félagið seldi alls þjónustu fyrir 3.357 milljónir króna í fyrra sem er aðeins minna en árið áður þegar það seldi slíka fyrir 3.463 milljónir króna. Um 240 manns unnu hjá KPMG í lok september síðastliðins. PWC á Íslandi hagnaðist um 10,3 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem lauk í júnílok 2011, sem er töluvert minna en árið áður þegar fyrirtækið græddi 63 milljónir króna. Greiddur arður á síðasta ári var 63 milljónir króna. Árið áður hafði hann verið 129,6 milljónir króna og því hefur 21 hluthafi PWC fengið samtals 192,6 milljónir króna í arð á síðustu tveimur árum. PWC seldi alls þjónustu fyrir 1.536 milljónir króna í fyrra. Það er töluvert minni sala en árið áður þegar fyrirtækið seldi þjónustu fyrir 1.689 milljónir króna. Um 97 prósent af rekstrartekjum þess fara í laun og annan rekstrarkostnað. PWC hefur samtals grætt um 200 milljónir króna frá bankahruni. Ernst&Young hagnaðist um 87 milljónir króna á rekstrarárinu sem lauk í júní 2011 en hafði hagnast um 114,2 milljónir króna árið áður. Tíu hluthafar þess greiddu sér út 82,4 milljónir króna í arð í fyrra og 69,7 milljónir króna árið áður. Alls unnu 60 manns hjá Ernst&Young í lok síðasta rekstrarárs og fyrirtækið greiddi 443 milljónir króna í laun og launatengd gjöld, en slíkar greiðslur jukust um 93 milljónir króna á milli ára. Alls hefur Ernst&Young hagnast um 268,5 milljónir króna frá bankahruni. Fyrirtækið birtir ekki upplýsingar um rekstrartekjur sínar í ársreikningi. thordur@frettabladid.is Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Hagnaður þriggja af fjórum stærstu endurskoðunarfyrirtækjum landsins dróst saman í fyrra. Alls þénuðu fyrirtækin þrjú, KPMG, PWC og Ernst&Young, 161,7 milljónum krónum minna á síðasta rekstrarári en árið á undan. Þetta kemur fram í nýjustu ársreikningum þeirra. KPMG, stærsta endurskoðunarfyrirtæki landsins, hagnaðist mest, en síðasta rekstrarári þess lauk í septemberlok 2011. Samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins hagnaðist það um 408 milljónir króna. Sá hagnaður er eilítið minni en árin 2010 og 2009 þegar KPMG hagnaðist um 490 og 498 milljónir króna. Samanlagt hefur fyrirtækið því hagnast um tæpa 1,4 milljarða króna á þeim árum sem liðin eru frá bankahruni. KPMG greiddi 33 hluthöfum sínum út 678 milljónir króna í arð á síðasta ári vegna frammistöðu fyrirtækisins á rekstrarárinu 2010. Það greiddi út 455 milljónir króna í arð á árinu 2010 og hefur því greitt 1.133 milljónir króna í arð á tveimur árum. Tillaga um arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2011 er ekki tilgreind í ársreikningnum. Til viðbótar er handbært fé KPMG 882,8 milljónir króna. Félagið seldi alls þjónustu fyrir 3.357 milljónir króna í fyrra sem er aðeins minna en árið áður þegar það seldi slíka fyrir 3.463 milljónir króna. Um 240 manns unnu hjá KPMG í lok september síðastliðins. PWC á Íslandi hagnaðist um 10,3 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem lauk í júnílok 2011, sem er töluvert minna en árið áður þegar fyrirtækið græddi 63 milljónir króna. Greiddur arður á síðasta ári var 63 milljónir króna. Árið áður hafði hann verið 129,6 milljónir króna og því hefur 21 hluthafi PWC fengið samtals 192,6 milljónir króna í arð á síðustu tveimur árum. PWC seldi alls þjónustu fyrir 1.536 milljónir króna í fyrra. Það er töluvert minni sala en árið áður þegar fyrirtækið seldi þjónustu fyrir 1.689 milljónir króna. Um 97 prósent af rekstrartekjum þess fara í laun og annan rekstrarkostnað. PWC hefur samtals grætt um 200 milljónir króna frá bankahruni. Ernst&Young hagnaðist um 87 milljónir króna á rekstrarárinu sem lauk í júní 2011 en hafði hagnast um 114,2 milljónir króna árið áður. Tíu hluthafar þess greiddu sér út 82,4 milljónir króna í arð í fyrra og 69,7 milljónir króna árið áður. Alls unnu 60 manns hjá Ernst&Young í lok síðasta rekstrarárs og fyrirtækið greiddi 443 milljónir króna í laun og launatengd gjöld, en slíkar greiðslur jukust um 93 milljónir króna á milli ára. Alls hefur Ernst&Young hagnast um 268,5 milljónir króna frá bankahruni. Fyrirtækið birtir ekki upplýsingar um rekstrartekjur sínar í ársreikningi. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira