Iron Man 3 verður undir kínverskum áhrifum 16. apríl 2012 21:30 Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína. Það verður kínverska fyrirtækið DMG sem mun fjárfesta í Iron Man 3 en hún kemur út á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig annast dreifingu kvikmyndarinnar í Kína. „Við vitum að Iron Man á marga aðdáendur í Kína," sagði Stanley Cheung, talsmaður Disney í Kína. „Þess vegna ætlum við að glæða nýju myndina kínverskum blæ og mun útlit hennar og söguþráður taka mið af því." Vonast er til að Iron Man 3 verði frumsýnd 3. maí á næsta ári. Robert Downey Jr. fer með hlutverk Járnmannsins í þriðja sinn. Þá munu þau Gwyneth Paltrow og Don Cheadle einnig snúa aftur. Það er síðan Shane Black sem mun annast leikstjórn Iron Man 3. Black var á sínum tíma einn vinsælasti handritshöfundur Hollywood en hann á heiðurinn af Lethal Weapon kvikmyndunum. Kvikmyndaiðnaðurinn í Kína hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá ákváðu yfirvöld í Kína fyrir stuttu að liðka um fyrir fjárfestingum í erlendum kvikmyndum og því sækjast kvikmyndafyrirtæki í Hollywood nú eftir að laða að kínverska fjárfesta. Helsti keppinautur Disney, DreamWorks, tilkynnti fyrir nokkru að fyrirtækið muni reisa nýtt framleiðsluver sitt í Sjanghæ. Áhugasamir geta séð brot úr Iron Man 2 hér fyrir ofan. Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína. Það verður kínverska fyrirtækið DMG sem mun fjárfesta í Iron Man 3 en hún kemur út á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig annast dreifingu kvikmyndarinnar í Kína. „Við vitum að Iron Man á marga aðdáendur í Kína," sagði Stanley Cheung, talsmaður Disney í Kína. „Þess vegna ætlum við að glæða nýju myndina kínverskum blæ og mun útlit hennar og söguþráður taka mið af því." Vonast er til að Iron Man 3 verði frumsýnd 3. maí á næsta ári. Robert Downey Jr. fer með hlutverk Járnmannsins í þriðja sinn. Þá munu þau Gwyneth Paltrow og Don Cheadle einnig snúa aftur. Það er síðan Shane Black sem mun annast leikstjórn Iron Man 3. Black var á sínum tíma einn vinsælasti handritshöfundur Hollywood en hann á heiðurinn af Lethal Weapon kvikmyndunum. Kvikmyndaiðnaðurinn í Kína hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá ákváðu yfirvöld í Kína fyrir stuttu að liðka um fyrir fjárfestingum í erlendum kvikmyndum og því sækjast kvikmyndafyrirtæki í Hollywood nú eftir að laða að kínverska fjárfesta. Helsti keppinautur Disney, DreamWorks, tilkynnti fyrir nokkru að fyrirtækið muni reisa nýtt framleiðsluver sitt í Sjanghæ. Áhugasamir geta séð brot úr Iron Man 2 hér fyrir ofan.
Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira