Instagram: 10 milljón notendur á 10 dögum 16. apríl 2012 22:00 Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. mynd/AFP Smáforritið Instagram hefur vægast sagt slegið í gegn síðan Android-útgáfa þess var opinberuð fyrr í þessum mánuði. Rúmlega 10 milljón snjallsímanotendur hafa náð í forritið á síðustu tíu dögum. Mikið hefur verið rætt um Instagram síðustu vikurnar. Gríðarleg eftirvænting var fyrir Android-útgáfu forritsins en Instagram hafði aðeins verið fáanlegt á iOS stýrikerfið. Samskiptavefurinn Facebook keypti síðan smáforritið í síðustu viku á milljarð dollara. Þannig hefur Instagram verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Og áhrif þessa umtals leyna sér ekki. Samkvæmt tæknifréttasíðunni TechCrunch hefur ein milljón manns náð í forritið á hverjum degi frá því að Android-útgáfan var opinberuð fyrir tíu dögum. Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. Þetta er þó aðeins 5% af notendafjölda Facebook. Það tók Facebook fjögur ár að ná 100 milljón notendum og svo virðist sem að Instagram eigi eftir að slá samskiptavefnum við. Instagram var opinberað í október árið 2010 og voru notendur þess orðnir milljón talsins í desember á sama ári. Tæpu ári seinna voru tíu milljón manns með forritið í snjallsímum sínum. Notendur Instagram voru margir hverjir uggandi yfir yfirtöku Facebook. Stjórnendur samskiptasíðunnar hafa þó tilkynnt að Instagram verði áfram sjálfstætt smáforrit og algjörlega óháð rekstri Facebook. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Smáforritið Instagram hefur vægast sagt slegið í gegn síðan Android-útgáfa þess var opinberuð fyrr í þessum mánuði. Rúmlega 10 milljón snjallsímanotendur hafa náð í forritið á síðustu tíu dögum. Mikið hefur verið rætt um Instagram síðustu vikurnar. Gríðarleg eftirvænting var fyrir Android-útgáfu forritsins en Instagram hafði aðeins verið fáanlegt á iOS stýrikerfið. Samskiptavefurinn Facebook keypti síðan smáforritið í síðustu viku á milljarð dollara. Þannig hefur Instagram verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Og áhrif þessa umtals leyna sér ekki. Samkvæmt tæknifréttasíðunni TechCrunch hefur ein milljón manns náð í forritið á hverjum degi frá því að Android-útgáfan var opinberuð fyrir tíu dögum. Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. Þetta er þó aðeins 5% af notendafjölda Facebook. Það tók Facebook fjögur ár að ná 100 milljón notendum og svo virðist sem að Instagram eigi eftir að slá samskiptavefnum við. Instagram var opinberað í október árið 2010 og voru notendur þess orðnir milljón talsins í desember á sama ári. Tæpu ári seinna voru tíu milljón manns með forritið í snjallsímum sínum. Notendur Instagram voru margir hverjir uggandi yfir yfirtöku Facebook. Stjórnendur samskiptasíðunnar hafa þó tilkynnt að Instagram verði áfram sjálfstætt smáforrit og algjörlega óháð rekstri Facebook.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira