Viðskipti innlent

Hamborgarabúllan í útrás

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tómas Tómasson er stofnandi Hamborgarabúllunnar.
Tómas Tómasson er stofnandi Hamborgarabúllunnar.
Hamborgarabúllan mun á næstunni opna búllu í Lundúnum. Yfirbragð staðarins verður svipað því sem er hér á Íslandi og matseðillinn verður sá sami, eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag.

„Við erum komnir með húsnæði í miðri London. Þetta er í götu sem liggur samsíða Oxfordstræti en ætli það sé ekki best að segja þetta sé skammt frá Debenhams, því það vita jú allir Íslendingarnir hvar Debenhams er," segir Tómas í samtali við blaðið.

Búllan í Lundúnum verður rekin í samstarfi við þá Hall Dan Johansen og Valgarð Sörensen en þeir félagar eiga bæði Laundromat cafe í Austurstræti og Úrllu górilluna á Stórhöfða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×