Ferskur andblær Trausti Júlíusson skrifar 3. október 2012 10:36 Ojba Rasta er ellefu manna hljómsveit sem spilar reggítónlist. Íslendingar voru lengi að ná áttum í reggíinu. Eftir að Hjálmar sýndu að það er ekkert sjálfsagðara en að spila reggí á Íslandi hefur þeim fjölgað ört sem fást við þessa tegund tónlistar hér á landi. Ojba Rasta vakti verulega athygli þegar sveitin sendi frá sér lagið Baldursbrá í vor. Það náði vinsældum á útvarpsstöðvunum, enda frábært lag, texti og útsetning. Eitt af lögum ársins. Hljómsveitin er líka þekkt fyrir skemmtilega framgöngu á tónleikum undanfarin misseri og nú er fyrsta platan komin út, samnefnd sveitinni. Það eru átta lög á Ojba Rasta-plötunni og þau eru öll góð, þó að ekkert slái smellinum Baldursbrá við. Nokkrum laganna svipar til Baldursbrár, en önnur eru ólík, t.d. instrúmental döbb-lagið Sólstöður og lokalagið, Í ljósaskiptunum, sem byrjar á rappi en þróast svo yfir í döbb. Bæði mjög góð lög. Textarnir eru yfir það heila ágætir. Flest lög og texta á Arnljótur Sigurðsson, en Teitur Magnússon er líka atkvæðamikill. Allir textarnir eru á íslensku, nema einn, við lagið Jolly Good. Hann er áberandi lakastur. Þetta er vel unnin plata; hljómurinn er flottur og umslagið er frábært, litríkt og líflegt og fullt af skemmtilegum tilvísunum. Á heildina litið er þessi fyrsta plata Ojba Rasta mjög vel heppnuð. Flott lög og textar og frísklegar útsetningar. Hún kemur eins og ferskur andblær inn í íslenskt tónlistarlíf. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Ojba Rasta er ellefu manna hljómsveit sem spilar reggítónlist. Íslendingar voru lengi að ná áttum í reggíinu. Eftir að Hjálmar sýndu að það er ekkert sjálfsagðara en að spila reggí á Íslandi hefur þeim fjölgað ört sem fást við þessa tegund tónlistar hér á landi. Ojba Rasta vakti verulega athygli þegar sveitin sendi frá sér lagið Baldursbrá í vor. Það náði vinsældum á útvarpsstöðvunum, enda frábært lag, texti og útsetning. Eitt af lögum ársins. Hljómsveitin er líka þekkt fyrir skemmtilega framgöngu á tónleikum undanfarin misseri og nú er fyrsta platan komin út, samnefnd sveitinni. Það eru átta lög á Ojba Rasta-plötunni og þau eru öll góð, þó að ekkert slái smellinum Baldursbrá við. Nokkrum laganna svipar til Baldursbrár, en önnur eru ólík, t.d. instrúmental döbb-lagið Sólstöður og lokalagið, Í ljósaskiptunum, sem byrjar á rappi en þróast svo yfir í döbb. Bæði mjög góð lög. Textarnir eru yfir það heila ágætir. Flest lög og texta á Arnljótur Sigurðsson, en Teitur Magnússon er líka atkvæðamikill. Allir textarnir eru á íslensku, nema einn, við lagið Jolly Good. Hann er áberandi lakastur. Þetta er vel unnin plata; hljómurinn er flottur og umslagið er frábært, litríkt og líflegt og fullt af skemmtilegum tilvísunum. Á heildina litið er þessi fyrsta plata Ojba Rasta mjög vel heppnuð. Flott lög og textar og frísklegar útsetningar. Hún kemur eins og ferskur andblær inn í íslenskt tónlistarlíf.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira