Tónlist sem vex Trausti Júlíusson skrifar 17. október 2012 00:01 Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson, The Box Tree Fyrir tíu árum gerðu Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari saman plötuna After Silence þar sem þeir fluttu fjórtán frumsamin verk. Sú plata fékk frábæra dóma og fyrir það samstarf fengu þeir m.a. verðlaun sem besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Umslag After Silence var mjög vel heppnað og átti þátt í að móta ímynd tónlistarinnar. Nú hafa þeir Skúli og Óskar sent frá sér nýja plötu, The Box Tree, og aftur vekja umbúðirnar mikla athygli. Platan kemur í ílöngum plastvasa, ásamt stóru blaði sem er teiknað og samanbrotið eins og landakort. Það eru tíu lög á The Box Tree, öll eftir Skúla nema Keeper sem þeir Óskar sömdu í sameiningu. Tónlistin á nýju plötunni er í sama anda og tónlist fyrri plötunnar, en samt virkar hún látlausari við fyrstu hlustun. Lögin eru flest mjög áþekk. Skúli prjónar listilega áfram bassamunstur sem hljóma eins og þau séu alltaf eins en eru í raun flókin og síbreytileg og Óskar spinnur flottar saxófónslaufur ofan á. Þessi tónlist lætur frekar lítið yfir sér. Hún er ekki beinlínis krefjandi. Það má láta hana ganga í bakgrunninum og hún er mjög notaleg þannig. Ef maður gefur henni meiri gaum, hækkar í græjunum og færir hana í forgrunninn þá opnast boxið hins vegar og hún vex í allar áttir. Á heildina litið er þetta einstök plata frá tveimur afburðahljóðfæraleikurum. Niðurstaða: Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson, The Box Tree Fyrir tíu árum gerðu Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari saman plötuna After Silence þar sem þeir fluttu fjórtán frumsamin verk. Sú plata fékk frábæra dóma og fyrir það samstarf fengu þeir m.a. verðlaun sem besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Umslag After Silence var mjög vel heppnað og átti þátt í að móta ímynd tónlistarinnar. Nú hafa þeir Skúli og Óskar sent frá sér nýja plötu, The Box Tree, og aftur vekja umbúðirnar mikla athygli. Platan kemur í ílöngum plastvasa, ásamt stóru blaði sem er teiknað og samanbrotið eins og landakort. Það eru tíu lög á The Box Tree, öll eftir Skúla nema Keeper sem þeir Óskar sömdu í sameiningu. Tónlistin á nýju plötunni er í sama anda og tónlist fyrri plötunnar, en samt virkar hún látlausari við fyrstu hlustun. Lögin eru flest mjög áþekk. Skúli prjónar listilega áfram bassamunstur sem hljóma eins og þau séu alltaf eins en eru í raun flókin og síbreytileg og Óskar spinnur flottar saxófónslaufur ofan á. Þessi tónlist lætur frekar lítið yfir sér. Hún er ekki beinlínis krefjandi. Það má láta hana ganga í bakgrunninum og hún er mjög notaleg þannig. Ef maður gefur henni meiri gaum, hækkar í græjunum og færir hana í forgrunninn þá opnast boxið hins vegar og hún vex í allar áttir. Á heildina litið er þetta einstök plata frá tveimur afburðahljóðfæraleikurum. Niðurstaða: Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira