Vilja renna þriðju stoðinni undir fjármálakerfið og hagstjórnina MH og JHH skrifar 17. október 2012 10:21 Hópurinn kynnti niðurstöður sínar í morgun. Mynd/ MH Nauðsynlegt er að innan þriggja ára myndi Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eina samþætta stofnun, sem þjóni sem peningastefnu- og fjármálastöðugleikastofnun þjóðarinnar. Þetta er mat sérfræðingahóps sem efnahags- og viðskiptaráðherra skipaði í mars til þess að vinna tillögur um samræmda heildarumgjörð laga og reglna um alla starfsemi á fjármálamarkaði. Hópurinn kynnti niðurstöður sínar í morgun. Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, kynnti niðurstöðurnar í dag en hann átti sæti í sérfræðingahópnum ásamt Gavin Bingham, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagreiðslubankans í Basel, og Kaarlo Jännäri, fyrrverandi framkvæmdastjóra fjármálaeftirlits Finnlands. Jón sagði að veilur í eftirliti og regluverki með fjármálastarfsemi væru einkum þrjár. Heildareftirliti sé ábótavant, ekki sé nógur gaumur gefinn í Fjármálaeftirlitnu að „alvarlegum hagsmunaárekstrum og þeim brengluðu hvötum og hvatakerfum sem gegnsýra fjármálastarfsemina í öllum löndum," eins og hann orðaði það. Þá sé heldur ekki gætt nægjanlega vel fyrirfram að því að það sé auðveldað að gera upp, endurskipuleggja eða slíta fjármálafyrirtækjum sem hafa lent í alvarlegum fjárhagsvanda. „Það þarf að koma í veg fyrir, eftir því sem tök eru á, að áföll í einu fjármálafyrirtæki valdi víðtækari vanda," sagði Jón. Auk þess að færa FME inn í eina stofnun vill sérfræðingahópurinn stofna sérstakan samráðsvettvang, fjármálastöðugleikaráð sem á að sjá um mótun fjármálastefnu. Þá vill hópurinn að framkvæmd allra laga um fjármálastarfsemi og stofnanir sem henni tengjast verði færðar undir sama ráðuneyti. Sjá má skjal með meginniðurstöðum skýrslunnar, hér. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Nauðsynlegt er að innan þriggja ára myndi Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eina samþætta stofnun, sem þjóni sem peningastefnu- og fjármálastöðugleikastofnun þjóðarinnar. Þetta er mat sérfræðingahóps sem efnahags- og viðskiptaráðherra skipaði í mars til þess að vinna tillögur um samræmda heildarumgjörð laga og reglna um alla starfsemi á fjármálamarkaði. Hópurinn kynnti niðurstöður sínar í morgun. Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, kynnti niðurstöðurnar í dag en hann átti sæti í sérfræðingahópnum ásamt Gavin Bingham, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagreiðslubankans í Basel, og Kaarlo Jännäri, fyrrverandi framkvæmdastjóra fjármálaeftirlits Finnlands. Jón sagði að veilur í eftirliti og regluverki með fjármálastarfsemi væru einkum þrjár. Heildareftirliti sé ábótavant, ekki sé nógur gaumur gefinn í Fjármálaeftirlitnu að „alvarlegum hagsmunaárekstrum og þeim brengluðu hvötum og hvatakerfum sem gegnsýra fjármálastarfsemina í öllum löndum," eins og hann orðaði það. Þá sé heldur ekki gætt nægjanlega vel fyrirfram að því að það sé auðveldað að gera upp, endurskipuleggja eða slíta fjármálafyrirtækjum sem hafa lent í alvarlegum fjárhagsvanda. „Það þarf að koma í veg fyrir, eftir því sem tök eru á, að áföll í einu fjármálafyrirtæki valdi víðtækari vanda," sagði Jón. Auk þess að færa FME inn í eina stofnun vill sérfræðingahópurinn stofna sérstakan samráðsvettvang, fjármálastöðugleikaráð sem á að sjá um mótun fjármálastefnu. Þá vill hópurinn að framkvæmd allra laga um fjármálastarfsemi og stofnanir sem henni tengjast verði færðar undir sama ráðuneyti. Sjá má skjal með meginniðurstöðum skýrslunnar, hér.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira