Rússar neyðast til að lækka skatta á olíu- og gasvinnslu 27. janúar 2012 12:43 Deepsea Delta-borpallurinn er meðal þeirra sem borað hafa á Shtokman-svæðinu í Barentshafi. Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk. 24 ár eru liðin frá því þar fundust álitlegar gaslindir en þrjú olíufélög, hið rússneska Gazprom, hið franska Total og norska Statoil, tilkynntu sameiginlega í síðasta mánuði að skattalöggjöf Rússlands væri þess eðlis að þau treystu sér ekki til að leggja í gríðarmiklar fjárfestingar til að hefja þar gasvinnslu. Ríkisstjórnir Rússlands og Noregs vilja báðar stuðla að aukinni vinnslu úr Barentshafinu og er Statoil áfjáð í að taka þátt í verkefnum beggja megin miðlínunnar. Á árlegri tvíhliða ráðstefnu Rússa og Norðmanna í Osló í vikunni um nýtingu Barentshafsins lýsti aðstoðarauðlindaráðherra Rússlands því yfir að endurskoða þyrfti skattalöggjöfina í því skyni að auka samkeppnishæfni kolvetnis í rússneskri lögsögu, að því er norska Aftenbladet greindi frá. Fram að kom að rússneska löggjöfin væri miðuð við olíu- og gasvinnslu á landi, en væri óhagstæð vinnslu af hafsbotni, sem væri margfalt dýrari. Undirbúningur að nýtingu Shtokman-gaslindanna hófst upp úr 1990. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að gasið yrði flutt með skipum í fljótandi formi til Bandaríkjanna en síðar var ákveðið að stefna að því að selja gasið til Evrópu og leggja svokallaða Nord Stream-gasleiðslu frá Múrmansksvæðinu til Pétursborgar. Fyrst þarf þó að leggja 600 kílómetra langa neðansjávargasleiðslu frá Shtokman til Kola-skaga. Gazprom áætlar að kostnaður við uppbygginguna verði um 12 milljarðar bandaríkjadala, eða sem svarar 1.500 milljörðum íslenskra króna. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk. 24 ár eru liðin frá því þar fundust álitlegar gaslindir en þrjú olíufélög, hið rússneska Gazprom, hið franska Total og norska Statoil, tilkynntu sameiginlega í síðasta mánuði að skattalöggjöf Rússlands væri þess eðlis að þau treystu sér ekki til að leggja í gríðarmiklar fjárfestingar til að hefja þar gasvinnslu. Ríkisstjórnir Rússlands og Noregs vilja báðar stuðla að aukinni vinnslu úr Barentshafinu og er Statoil áfjáð í að taka þátt í verkefnum beggja megin miðlínunnar. Á árlegri tvíhliða ráðstefnu Rússa og Norðmanna í Osló í vikunni um nýtingu Barentshafsins lýsti aðstoðarauðlindaráðherra Rússlands því yfir að endurskoða þyrfti skattalöggjöfina í því skyni að auka samkeppnishæfni kolvetnis í rússneskri lögsögu, að því er norska Aftenbladet greindi frá. Fram að kom að rússneska löggjöfin væri miðuð við olíu- og gasvinnslu á landi, en væri óhagstæð vinnslu af hafsbotni, sem væri margfalt dýrari. Undirbúningur að nýtingu Shtokman-gaslindanna hófst upp úr 1990. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að gasið yrði flutt með skipum í fljótandi formi til Bandaríkjanna en síðar var ákveðið að stefna að því að selja gasið til Evrópu og leggja svokallaða Nord Stream-gasleiðslu frá Múrmansksvæðinu til Pétursborgar. Fyrst þarf þó að leggja 600 kílómetra langa neðansjávargasleiðslu frá Shtokman til Kola-skaga. Gazprom áætlar að kostnaður við uppbygginguna verði um 12 milljarðar bandaríkjadala, eða sem svarar 1.500 milljörðum íslenskra króna.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira